Ég “datt” yfir þetta hérna í morgun á ruv.is
—————————————————————-

05.11.2001 | 7:24

2/5 BRESKRA MÚSLÍMA MEÐ BIN LADEN?

Tveir af hverjum 5 múslímum í Bretlandi telja að hermdarverkaforinginn Osama bin Laden hafi mikið til síns máls í baráttunni við Bandaríkjamenn, en mun færri, eða 11% lýsa yfir stuðningi við hinar mannskæðu árásir á World Trade Center og Pentagon í fyrra mánuði.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Sunday Times. Breskir múslímar eru tvær milljón talsins, en obbinn af þeim á ættir að rekja til Pakistans og Afganistans. Könnun blaðsins leiðir einnig í ljós að 40% breskra múslíma sjá ekkert athugavert við það þótt ungir menn í þeirra röðum fari til Afganistans að berjast við hlið talibana.

Nær allir eru sárgramir Bandaríkjastjórn vegna stefnu hennar í Austurlöndum nær og 80% telja að loftárásirnar á Afganistan spilli sambúð kynþátta í Bretlandi. Þá segja 68% breskra múslíma að það sé mikilvægara að vera íslamskur en breskur.

http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2009839&meginmalBranch=2010141&artic
le=2069151

—————————————————————-

Ég fékk áfall þegar ég sá yfirsögnina!!! Gat virkilega verið að uþb. 40% Breskra múslima væru öfgasinnaðir hryðjuverkamenn? Ég neitaði að trúa þessu og ákvað að lesa meir… þegar ég var búin að lesa fréttina sjálfa gerði ég mér grein fyrir því að aðeins 11% þeirra (sem er nú samt ekki lítið) væru virkilega hlynntir aðgerðum hans! Ég er fegin að ég gaf mér tíma til að lesa þessa litlu grein, annars hafði ég gengið með einhverjar ranghugmyndir um breska múlsíma!

þá hugsaði ég altíeinu um þetta fólk sem gaf sér ekki tíma til þess að lesa greinina (og jú, það fólk er til sem lætur sig næga að lesa “yfirlitið”). Það fær allt aðra mynd um breska múslima! Ef ég geng langt þá get ég sagt að þetta kyndir undir kynþáttahatur!

Er það ekki al-rangt af fréttastofu ríkisins að koma með einhverjar fyrirsagnir á borð við þessa sem. Er þetta ekki dæmi um ágætis frétt sem er yfirdrifin og er til þess að espa fólk upp


–Krizzi–

PS. Og ég veit að það eru málfars- og stafsetningavillur í þessum texta… en það er ekki það sem málið fjallar um, er það nokku?
N/A