Athugasemdir við leið númer sex. Opið bréf. Góðan daginn.

Ég heiti Þórgnýr Thoroddsen og ég tek leið númer sex við og
við, og núna oftar að líkindum enda kominn með græna kortið
og það er kalt, svo ég nenni ekki að labba lengur.

Málið er, að undanfarna tvo daga sem ég hef haft kortið hef ég
ekki tekið leið sex svo mikið sem einu sinni!!! Þó svo að að
hún sé mín leið. Af hverju skyldi það vera?

Svo ég vitni nú í leiðarkerfi sexunnar, þá á virkum dögum til
klukkan sjö á kvöldin á sexan að leggja af stað frá hlemmi á
13, 33 og 53 mínútu hvers klukkutíma.

Í gær, Mánudag, gekk ég út á hlemm með kærustu minni og
ætlaði mér að taka sexuna þaðan, klukkan var rétt um korter í
þegar sexan kom á móti okkur út Rauðarárstíginn, maður
kippir sér ekki upp við það svona einu sinni en ég bjóst við
henni klukkan 53 mínútur yfir þrátt fyrir það. Ekki kom hún svo
ég þorði ekki að taka sénsinn og tók þristinn klukkan 55
mínútur yfir.

Í dag. Mættur út á stoppustöð á móti Draumnum á
Rauðarárstíg klukkan 13 mínútur yfir fimm, þegar sexan á að
leggja af stað frá Hlemmi. En nei, ég beið til 20 mínútur yfir og
þá gekk ég af stað yfir Miklatún, ég er komin hálfa leið yfir,
klukkan orðin 25 mínútur yfir 5 og ég að verða of seinn í
Íslenskutíma í MH, þegar sexan er mætt út á hornið á
Lönguhlíð/Miklubraut. 10 mínútum of seint skv. Leiðarskrá!!!!

Þegar ég kom upp í MH hitti ég fyrir félaga mína úr skólanum
og spurði þá um málið. Þeir tjáðu mér að sexan kæmi aldrei á
réttum tíma frá Hlemmi.

Með leyfi, Hvað er málið????

Hvort er strætó of seint eða of fljótur? Gildir ekki allt, en mér
sýnist að fyrst sexan geti ekki haldið áætlun þá þurfi líkast til
að breyta áætluninni, þá minnsta kosti væru flestir sáttir.

Ég óska svars og það sem fyrst. Og svona rétt í lokin þá vil ég
benda á að þeta bréf verður sent inn sem grein á www.hugi.is
undir áhugamálinu Deiglan. Þetta er því opið bréf.

Bestu kveðjur.

Þórgnýr Thoroddsen.
Hvað er þetta Undirskrift pósta?