Ísland hefur einhverja bestu aðstöðu til vísindaþróunnar í heiminum og vill ég meina að við höfum allra bestu aðstöðuna. Hér geturu fengið hvaða fæði sem þér dettur í hug (næstum), þá ber sérstaklega að nefna lýsið sem er allveg sérstaklega sniðug afurð. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma hinu frábæra íslenska vatni sem landinn drekkur að mestu úr áldósum sem innihalda einnig mikinn sykur (þess vegna er kók betra á Íslandi). Við höfum svo til ótakmarkaðan aðgang að heitu vatni og ekki nóg með það við höfum búnkann allan af fjöllum með ám sem er hægt að virkja. Reindar ætti að reikna með að jökulárnar detti út að mestu á svo til einni öld eða jafnvel töluvert fyrr (Kárahnjúkavirkjun???).Nú hvernig erum við svo að standa okkur að nýta einhverja mestu nútímapardís jarðarinnar, að mínu mati mjög illa. Það að virkja jökulsár er náttúrulega argasta vitleysa. Eiginlega svo mikil vitleysa að ég er farinn að halda að fólki hafi verið borgað á bakvið tjöldin inná einhvern svissneskan reikning fyrir ósköpin, en sennilega þó bara fyrir atkvæði kjósenda og bara til þess að redda einhverjum byggingarverkræðingum vinnu. Það að ættla að redda gróðurhúsaráhrifunum með stóriðjuframkvæmdum (álverum) til þess að minka mengun annarstaðar er nátturlega bara dropi í hafi og sýnir bara ótakmarkaða heimsku og/eða takmarkalausa græðgi að hálfu summra Íslendinga. Þetta fæ ég út vegna þess að aukinn framleiðsla á áli leiðir til lækkun á heimsmarkaðsverði sem aftur skilar sér til meiri stríðsreksturs og hvað gera nú stríðin, ÞAU MENGA! Þar að auki erum við bara að gefa þessum þjóðum meiri ástæðu til að menga meira.

Nú kanski er fólk farið að hugsa… en hvað gerum við þá??? Nú við breitum öllum áherslum. Nú er kominn tími til að fara að leggja drög að lestarkerfi sem yrði tilbúið innan 5-10 ára. Reiknið með að umferðin á eftir að aukast ansi mikið á 10 árum (hversu mikið jókst hún á síðustu 10 árum?) og allar framkvæmdir sem er verið að gera núna munu ekki leysa nema hluta vandans sem á eftir að skapast. Tímasparnaðurnn sem á eftir koma með þessari framkvæmd er rosalegur fyrir utan að þetta á eftir að draga úr mengun og auka hagvöxt. Vill ég leggja áhersu á það að ég hef ekkert á móti því að fólk egi bíla en þú þarft sammt ekki endilega að fara á honum í vinnuna.

Leggja þarf áherslu á nýtæknisköpun í landinu og auka fjármagn til háskólanna. Einnig þarf að breita kerfinu þannig að þeir sem eiga erindi í háskóla fari í háskóla en aðrir ekki (er ekki að tala um að banna þeim það!). Það gerum við með því að breita launakerfinu í landinu og jafna laun og hækka sérstaklega laun fyrir vinnu sem þarfnast Iðnskólamentunnar og hækka laun almennt til að gera störfin meira ásættanleg fyrir þá sem þyrftu að hafa mjög mikið fyrir því að fara í háksóla eða framhaldskóla (Þetta er að sjálfsögðu hægt að túlka að sumir þyrftu að fá minni laun tímabundið en hæka svo aftur vegna gróða af aðgerðum). Aftur á móti gefa styrki til þeirra sem standast nám á Háskólastigi fyrir hverja önn með núverandi námslánum og með því að borga andvirði personuafsláttar (sem yrði hækkaður töluvert og þannig yrðu lægstu launin hækkuð) til viðkomandi nemanda sem stenst önnina en í staðinn má nemandi ekki vinna á meðan þeirri önn stendur (mátt vinna á sumrin). Þetta mun tryggja að nemandi sem ættlar ekki að fara í námið að allvöru mun ekki þora að fórna nokkrum mánuðum launalaust nema hafa einhvað þarna að gera (svört vinna gæti orðið vandamál) en einnig auka á gáfur og fjölga “gáfuðu” fólki.

Þessar aðgerðir munu mögulega valda verðbólgu og til að sporna geggn henni þarf að stoppa allar virkjanaframkvæmdir fyrir utan það sem þarf fyrir lestarkerfið en reina að gera þær umhverfisvænar.

Það þarf að breita mikklu í sveitamálunum. Lækka þarf raforkuverð til bænda til aukninga á gróðurhúsum en í staðin afnema styrki til bænda (og mikið mun meira), þannig að bændur á Íslandi muni sjá íslendingum fyrir flest allri matvælavöru.

Jæja, en aftur að því mikilvægara, en það er stórinnfluttningur fólks sem vinnuafl en það er fólk sem kemur og tekur pening og fer með hann burt úr landi. Er ekkert á móti þessu ef fólki ákveður að vera hér áfram. En þessi þróun er einmitt mjög slæm, sérstaklega ef við verðum háð þessu. Þetta yrði allt stoppað með því að stoppa þessar stóröfgafullu virkjannaframkvæmdir sem þjóna ótrúlega littlum tilgangi. Það öflugasta sem þjóð getur haft er að vera ekki háð öðrum þjóðum og það getum við að nánast öllu leiti nema að vinna málma úr jörðu, sem við þurfum orðið ekki vegna hve mikið af þeim er búið að flytja in í landið.

Það þarf einnig að bæta félagsfræðimenntun landsmanna verulega, vegna þess að fordómar virðast tröllríða öllu en við vitum öll að fordómar er annað orð fyrir heimsku og ekki viljum við vera heimsk. Öfundsýki er líka mikill óvinur en enn og aftur er það enn eitt orðið fyrir heimsku. Í raun er öfundsýkinn sjálf ekki vandamálið heldur hvað fólk lætur stýra sér mikið af henni. Það er ekkert að því að langa í eitthvað sem annar hefur en þú átt ekki að lemmja hann fyrir það eitt að hafa það nema óheiðarlega sé að verki staðið (þú lemur viðkomandi auðvitað ekki). Það er reindar stundum erfitt að skilgreina hvað er óheiðarlegt og hvað ekki. Það græða allir á því að til sé ríkt fólk, fallegt fólk og gáfað fólk , þið þurfið bara að sætta ykkur við ykkar hlutverk í lífinu og því fyrr sem þið gerið það því fyrr getið þið byrjað að lifa því. En því miður er til fólk sem bara þrífst á því að vera yfir aðra hafnir og við þurfum að standa saman og berjast geggn því. Blómaskeið svona fólks er á enda og aðrir betri tímar eru frammundan.

Taka þarf á fæðuvali landsmanna en til að byrja með þarf að setja sérstakan sykurskatt fyrir hvítan sykur. T.d að borga 10kr fyrir hvert gramm sem þú borðar að undanskildum bökunarsykri. Þetta myndi kanski gilda þangað til það sem var sagt fyrr í greininni yrði að veruleika, því þá ættu flestir efni á öllum matartegundum og þar af leiðandi myndi þetta ekki hafa áhrif en fólk myndi neita hollari vöru vegna þess að það hefði þá efni á því. Þetta átak myndi skila sér í minni kostnaði á hjá heibrigðisráðneitinu.

Það þarf að taka til á ýmsum stöðum atvinnulífsins vegna takmarkaðrar samkeppni og stofna ríkisrekin fyrirtæki sem myndu skila litlum hagnaði en skapa hámarks gróðaástand fyrir önnur fyrirtæki og jafnvel kanski ríkisvæða þau fyrirtæki sem engum tilgangi þjóna einkaeign eins og t.d olíufélöginn. Passa þyrfti sammt að ganga ekki of langt í þessum efnum vegna hættu á mettnaðarleysi hjá landanum. Hér hef ég ýmsar personulegar skoðanir sem ég myndi ekki neiða ofaní landan ef hann að mestu leiti vildi það ekki.

Bæta þarf dómskerfi landsins en til þess þyrfti að mínu mati að gefa lögfræðingum hluta af öllum peningaupphæðum sem vinnast í málum.

Nú er ég búinn að fara víða og mun ég í framhaldi af þessari grein gera fleirri ef mikil umræða skapast.

DeathGuard