Einhver einstaklingur spurði hver(jir) væru mestu fjöldamorðingjar sögunnar í pósti sem hann sendi hugi.is. Ég tók síðan eftir því að þeir sem reyndu að svara honum nefndu bara einstklingar sem hafa verið við völdin í ríkjum sem voru gagnstæð hagsmunum Bandaríkjanna. Þetta eru einstaklingar sem hafa verið málaðir sem vondir af vestrænni heimspressu hvort sem það er að gefnu tilefni eða ekki. Þetta er samt ekki ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta, heldur sú að ég vil nefna einstaklinga sem ég tel að megi alveg líka vera á þessum lista. Það getur vel verið að ég gleymi einhverjum og vil ég því að sem flestir komi fram og nefni þá sem þeir telja að eigi rétt á upptalningu. Ég ætla að byrja á Harry S. Truman en kannski skrifa ég seinna um Nixon og Kissinger.

Harry S. Truman: Varaforseti Roosevelt en varð forseti eftir að hann lést 1945. Þetta er maðurinn sem samþykkti að varpa kjarnorkusprengjum á Japan. Þar létust yfir 100.000 manns. Afleiðingar af þessum sprengjum hafa látið kræla á sér alla síðustu öld og ekki laust við að þær munu halda áfram inn á þessa öld. Aðalástæðurnar fyrir því að varpa þessum kjarnorkusprengjum var þríþættur:
1: Þeir vildu kanna hversu mikla eyðileggingu kjarnorkusprengja gæti valdið borgum. Þeir völdu því borgir sem höfðu orðið fyrir minnstu loftárásum. Sú borg væri líklegast vel byggð fólki og lítið um loftvarnir.
2: Truman átti fljótlega að taka þátt í fyrsta fundi sínum með Stalín og nýjum forsætisráðherra Bretlands (man ekki hvað hann hét) sem hafði nýlega verið kosinn fram yfir Churchill. Á þessum fundi átti að ræða um skiptingu Þýskalands og fleiri svæða. Spenna hafði þegar verið vaxandi milli Roosevelts og Stalíns á fyrri fundum og gerðu Bandaríkjamenn sér vel grein fyrir því að sovétmenn væru líklegir mótherjar í framtíðinni. Við megum heldur ekki gleyma því að það var enn barátta á milli kapítalisma og kommúnisma í fjölmennasta ríki heimsins en sú baráttu átti eftir að enda árið 1949 með rauðu kína.
3: Svo stóð sú staðreynd eftir að Bandarískur almenningur var orðinn mjög órólegur og vildi að stríðinu færi að ljúka sem fyrst. Landtakan á tveim eyjum, Iwo Jima og Okinawa hafði verið mjög kostnaðarsöm bandaríkjamönnum. Það þótti líka fullvíst að Japanir myndu berjast fram í rauðan dauðann ef Bandaríkjamenn myndu reyna landgöngu á Japan. Truman og Bandaríski almenningurinn var því tilbúinn til að fórna yfir 100.000 Japönskum borgurum svo að synir þeirra kæmust fyrr heim.

Mörgum þætti kannski 3 liðurinn vera næg afsökun til þess að varpa kjarnorkusprengjunum en við verðum að gera okkur grein fyrir því að 99% af þeim sem létust í Hiroshima og Nagasaki voru borgarar, ekki hermenn. Ætli það sé ekki mjög nálægt þeirri prósentu sem létust í World Trade Center. Það er enginn afsökun að fórna borgurum til þess að vernda líf hermanna. Þetta er stríðsglæpur samkvæmd einföldustu skilgreiningu á hugtakinu sem stríðréttardómstóllinn í Haag hefur sett fram.

Það er líka önnur mikilvæg ákvörðun sem Truman tók í setu sinni sem forseti Bandaríkjanna en það er viðurkenning á Ísraelsríki. Ef ég man rétt þá viðurkenndi Truman Ísraelsríki árið 1948. Ástæðan fyrir þessari viðurkenningu var að mestu stjórnmálaleg í anda kaldastríðsins. Með stofnun Ísraelsríkis (sem á ekki rétt á sér) þá voru Bandaríkjamenn að tryggja sér allaveganna eitt ríki í þessum hluta heimsins sem væri sér hliðhollt. Þeir studdu því Ísraelsríki í baráttu þeirra gegn Egyptalandi og sýrlandi og fleiri aðilum. Stofnun Ísraelsríki er ekkert nema brot á mannréttinum Palestínumanna. Stofnsetning þessa ríkis var byggð á síonisma sem voru leifar þjóðernisbylgju sem reið yfir Evrópu rétt fyrir 1900 og var mikill þáttur í upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar. Síonisminn byggir rétt Ísraelsmanna til helga landsins á loforði guðs til Gyðinga. Það hlýtur að vera vont fyrir Múslima sem byggðu þetta svæði á þessum tíma að þurfa að standa undir þessu.

Truman var stríðsglæpamaður og framdi glæpði gegn mannkyninu. Samt fær þessi maður tiltölulega góða meðhöndlun í mannkynssögunni. Hvers vegna? Ég ætla ekki að reyna að svara því því þá færi ég kannski að hljóma eins og samsæriskenningamaður.