Jeminn, hvað er að ske almennt í heiminum.
Sádi-Arabar afneita loksins bin Laden.
IRA ætlar að afvopnast.

Á þetta breytta hugarfar einhverjar skýringar?

Líklega.

Í fyrra tilfellinu ráða peningar líklega afstöðu Sádi Araba. Þeir hafa stutt, og gátu af sér, bin Laden. Í Sádi-Arabíu ráða ríkjum þeir sem flokkast undir að vera Wahabi múslimar.
Wahabi tegund Múhameðatrúar eru strangtrúaðir og styðja fremur þá muislima sem flokkast þannig í hinum muslimska heimi. Og ekki skortir peningana sem hægt er að ausa út. Olía->$$$$ og enn meiri olía->$$$$

Ekki fengust Sádar til að afneita Talibönum strax eftir 11. sept. né að fordæma bin Laden.
En svo, 3 vikum seinna, var báðum afneitað. Af hverju? Jú, eftir 11. sept minnkaði olíuneysla í heiminum. 30% niðurskurður í flugi og olíuverð lækkaði!
Hey, við græðum ekki eins mikið í dag og í gær! Og þá var allt í lagi að fordæma Talibana og hryðjuverk. Sádar uppgötvuðu allt í einu að þeir voru búnir að skjóta sig í fótinn! Klárir náungar!

Svo er það með IRA. Allt í einu, án sýnilegrar ástæðu,ætla þeir að byrja á því sem lofað var fyrir 3 árum, að afvopnast. Hvaðan hefur IRA fengið mestan stuðning, peningastuðning.? Frá írskum BNA
mönnum. Milljónir $ í gegnum árin til að eyða í hryðjuverk á Írlandi. Írland er fjarri BNA.
En hvað skeður. Það er framið hryðjuverk í BNA. Og þá snúast þeir írsku við blaðinu og segja: Við þolum ekki hryðjuverk í BNA, svo þið í IRA fáið ekki meira fé frá okkur. Kaldhæðnislegt?

Svo í báðum tilfellum var allt í lagi að styðja hryðjuverkasamtök þangað til verk þeirra fóru að skaða styðjendurna!

Auðvitað þarf þetta ekki að vera 100% rétt hjá mér, en samt kemst ég alltaf að sömu niðurstöðunni, og ef hún er rétt þá eru það peningar sem ráða heiminum, ekki stjórnmálamenn, eða hvað?

Lifið heil,ég er farinn að sofa.
All is well as ends Better. The Gaffer.