Virkjun í Þjórsárbökkum og álverið í Straumsvík Ég ætla hér að senda inn ritgerð sem ég gerði fyrir Íslensku um landið. Og ég skrifaði um virkjun á Þjórsárbökkum og og hvernig það myndi fara ef álverið verður stækkað.


Nú hafa þeir sem eiga álverið óskað eftir stækkun um rúmlega helming og ætla ég að reyna að gera grein fyrir áhrifum þess á mína “sumarheimabyggð” ef af þeim áformum verður. “Sumarheimabyggðin” mín er á bökkum Þjórsár í Skeiða og Gnúpverjahreppi.

Það er kannski skrítið að hugsa til þess að stækkun álvers í Hafnarfirði geti haft einhver áhrif lengst uppi í sveit en það er staðreynd.

Þegar álver er byggt þarf rafmagn. Álver þarf rosalega mikið rafmagn og til þess að búa til rafmagn þá þarf virkjun og þar komum við að minni heimabyggð, vegna þess að ef álverið í Hafnarfirði verður byggt þá verður Þjórsá virkjuð í sveitinni minni og þá fer fullt af landi undir vatn.
Landið sem fer undir vatn er tún og svona eyrar þar sem fullt af fuglum eins og til dæmis kría, kjói, tjaldur og spói, verpa svo eru líka gæsir, álftir og stór rjúpufjölskylda sem er bannað að skjóta á eyrunum. Svo fer læmið sem er lítið vatn líka undir vatn en í læminu getum við veitt síli á sumrin.
Landið í sveitini verður allt öðruvísi ef það kemur virkjun í Þjórsá í staðin fyrir að sjá fallega risastóra á renna eftir sveitinni þá verður risastórt vatn eins og maður sé við sjó.

Núna á að fara að kjósa um það hvort það á að stækka álverið eða ekki en það eru bara nokkrir sem eiga heima í Hafnarfirði sem fá að kjósa um það hvort það á að stækka eða ekki. Mér finnst þetta ekki vera neitt lýðræði hvers vegna fá bara Hafnfirðingar að kjósa? Snertir þessi stækkun Hafnfirðinga meira en þá sem eiga heima uppi í sveit? Mér finnst að það eigi allir að fá að kjósa um það hvort á að stækka álverið það er lýðræði og við búum í lýðræðisríki. Það eiga ekki bara einhverjir fáir að fá að kjósa.
Það er ekkert verið að hugsa um bændurna sem þurfa kannski að hætta að vera með kýr af því að það verður sett virkjun í Þjórsá.
Bændurnir sem búa við Þjórsá tapa miklu landi, og þegar bændurnir tapa miklu landi þá tapar þjóðin miklu landi.

Mér finnst að yfirvöld ættu að hugsa betur um þetta og vera með þjóðaratkvæðagreiðslu um svona virkjanir og álver þannig að allir geti haft skoðun á svona málum.

Yfirvöld eiga að vera með betri og hlutlausari kynningu á svona málum þannig að allir geti myndað sér sjálfstæða skoðun.
Mér finnst að yfirvöld og skólinn eigi að auka umfjöllun um náttúru Íslands og kenna fólki að bera virðingu fyrir landinu okkar og ganga vel um það þannig að það sé alltaf hreint og fallegt. Það að skökkva fallegu ræktuðu landi undir vatn er eins og að henda milljón hamborgarabréfum á götuna og pappaglösunum með.




Ef ég mætti ráða þá myndi ég efla fræðslu um landbúnað á Íslandi og tengingu hans við náttúruna. Ég myndi ekki leyfa virkjanir í sveitum nema þær skemmi ekki landið sem er notað fyrir dýrin í sveitinni.
Ég myndi reyna að kenna fólki að nota minna ál þannig að við þurfum ekki að búa til svona mikið ál. Við getum til dæmis hætt að nota ál í gosdósir og notað frekar gler sem er náttúruvænt.
Ég myndi reyna að styrkja lýðræðið og fækka þigmönnunum því þeir virðast ekki gera neitt annað en að tala um ekki neitt.

Það sem ég get gert til þess að gera þetta er að verða þingmaður og tala um eitthvað sem skiptir máli og reyna að kenna fólki að það á að bera virðingu fyrir umhverfi sínu, og líka að kenna fólki hvað það er mikilvægt að það séu bændur í sveitinni til að hugsa um dýrin. Einnig gæti ég orðið verkfræðingur sem hannar virkjanir sem eru náttúruvænar. Ég gæti líka orðið uppfinningamaður sem finnur upp kindur og kýr sem lifa bara á vatni í virkjanalónum.

Ég held að það þýði ekkert að ég tali við forsætisráðherrann um þetta eða einhvern annan þeir hlusta örugglega ekki á einhvern kúasmala úr sveitinni en kannski skrifa ég þeim bréf. En þar er samt alveg víst að yfirvöld þurfa að lesa þessa ritgerð til þess að læra eitthvað um virkjanir og lýðræði.

Mér fannst alltí lagi að taka þátt í þessu verkefni það var bara gaman að lesa um virkjanir og álver en leiðinlegt að sjá hvaða áhrif svona framkvæmdir hafa áhrif á heimabyggðina mína.
Ég lærði helling um það að það geta einhverjir menn ákveðið það hvernig mín heimabyggð getur tekið breytingum án þess að íbúar byggðarinnar ráði einhverju. Ég lærði það að orðið lýðræði getur verið misnotað orðið ekkert lýðræði heldur bara eigingirni.

Mér þykir vænna um sveitina mína eftir að hafa tekið þátt í þessu verkefni þar sem ég gerði mér betur ljóst hvað það er mikilvægt að landið í sveitinni fái að vera í friði og að dýrin í sveitinni fái nóg að borða.

Ég vil sjá sveitina mína þannig eftir fimm ár geti ég farið með pabba niður á eyrar á vorin að leita að hreiðrum og telja eggin í hreiðrunum. Ég vil líka geta séð þegar lömbin fæðast á vorin og ég vil líka geta rekið lömbin heim úr réttunum á haustin. Ég vil líka sjá að þar verði stórt og myndarlegt kúabú og að systir mín verði tekin við kúasmala starfinu og geti farið á hestbaki niður á Þjórárbakka milli mjalta.

Ekkert af þessu get ég séð eftir fimm ár ef komið verður risastórt virkjanalón í “sumarheimabyggðinni minni”