Ég trúi á, og vil lifa eftir þeirri reglu, að maður eigi ekki að gera upp á milli fólks eða mismuna því vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, þjóðernis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðanna eða annarra skoðana. Þetta er í raun einföld regla sem byggist á því að koma fram við náungann eins og maður vill að hann komi fram við mann sjálfan. Þessi regla er nokkuð leiðandi stef í öllum trúarbrögðum sem ég kann einhver skil á. Þetta er þó einnig sú regla sem er hvað oftast brotin í mannlegum samskiptum, sem er í raun frekar mótsagnakennt því allir vilja jú að það sé komið vel fram við þá.

Ef það er eitthvað sem ég á erfitt með að vera fordómalaus gagnvart þá eru það öfgahópar og ofstækismenn hverskonar, sama hverrar trúar þeir eru. Þegar ég heyri málflutning þeirra þarf ég að telja upp að tíu til að hemja ergelsi mitt því hann særir siðferðiskennd mína. Mér finnst málflutningur þessara manna eða hópa vera móðgun við mannlega skynsemi. Slíkir “besserwisserar” sem þykjast æðri einhverjum tilteknum hópum eða halda að þeir hafi meira innsæi eða yfirsýn yfir lífið en við hin eru svo uppfullir af hræsni að ég gæti gubbað. Hjá sumum birtist hræsnin í því að í sömu mund og þeir predika umburðalyndi, kærleika til handa öllum og algóðan, líknandi og fyrigefandi guð segja þeir “þú ferð til helvítis af því þú ert ekki einn af okkur”. Vá…þvílíkt umburðalyndi, þvílíkur kærleikur, þvílíkur mannskilningur.

Þessa dagana eru hópar öfgatrúaðra múslima í ýmsum Evrópulöndum að hvetja til baráttu gegn vestrænum gildum. Í Fréttablaðinu í dag (29.október) segir að talsmaður Hizb-ut-Tahrir samtakanna (flokkur frelsisins) að vestrænt lýðræði og íslömsk trú geti aldrei farið saman og hann hvetur meðlimi sína til að hreinsa huga sinn af áhrifum vestrænnar menningar. Bíðum nú við! Hræisnibjöllurnar klingja í hausnum á mér. Er einhver að neyða þennan mann og fylgismenn hans að búa í Danmörku eða öðru vestrænu ríki? Ef þeir eru svona mikið á móti Vesturlöndum af hverju fara þeir þá ekki eitthvert annað? Af hverju búa þeir hjá þeim sem þeir hata? Þetta kalla ég að sofa hjá óvininum. Svona málflutningur er hámark hræsninnar og elur aðeins á meira hatri og fordómum á báða bóga.

Misskiljið mig ekki. Ég er ekki að setja út á múslima eða aðra innflytjendur í Evrópu, ef einhver skildi halda það. Síður en svo. Ég hef áður skrifað um málefni útlendinga og innflytjenda hér á huga og rökrætt við rasista um þau mál. Ég er fylgjandi því að hinn vestræni heimur taki á móti flóttamönnum og öðrum þeim sem kjósa að búa þar, svo lengi sem hægt er að finna þessu fólki atvinnu og húsnæði. Mér finns að fólk eigi að fá að búa þar sem það kýs, en það verður þá að sýna viðleytni í að aðlaga sig að menningu landsins og fara að landslögum. Þetta á auðvitað að vera sjálfsagður hlutur og á að gilda um alla. Á þessu virðist vera mikill misbrestur sem leiðir af sér virðingar- og skilningsleysi.

Átökin í heiminum nú byggjast fyrst og fremst á skorti á gangkvæmum skilningi. Hin vestrænu ríki, með Bandaríkin í fararbroddi, hafa ekki reynt að skilja íslam þó að þau hafi lagt undir sig landsvæði á einn eða annan hátt í löndum múslima. Fyrir okkur (hinum vestræna heimi) er ekkert heilagt lengur, við gerum grín að forsetum okkar, segjumt vera kristin en skemmtum hvort öðru með Jesúbröndurum, dýrkum ungar, fáklæddar poppstjörnur sem segjast ætla að vera hreinar meyjar fram að giftingu en láta svo taka sig í rassinn…og svo mætti lengi telja. Allt er orðið “commercial” í okkar heimi, ekkert er heilagt. Við skiljum því ekki (og reynum lítið til að skilja) viðhorf múslima gagnvart sinni jörð, sínum guði o.s.frv. Við komum með yfirgangi, með aðra lífsýn og önnur gildi, og áttum okkur ekki á því að við erum að mógða gestgjafann eða sem verra er, áttum okkur ekki á því að við erum gestir annarrar menningar. Slík framkoma flokkast ekki undir góða mannasiði, sérstaklega fyrir þá sem vilja líta á sig sem stoð siðmenningarinnar. En skilningsleysið er líka fyrir hendi hjá múslimum. Þeir eiga í einhverju undarlegu ástar-haturs sambandi viðV. Margir þeirra kjósa af ýmsum ástæðum að flytja til vestrænna landa, en átta sig ekki á því (eða vilja ekki átta sig á því) að þeir verða að aðlaga sig að því samfélagi sem þeir ætla að búa í. Það þýðir ekki að flytja hið ógnandi feðraveldi með sér; banna stelpum að mennta sig, loka þær af frá umheiminum eða umskera þær. Þeir verða að átta sig á því að slíkt er bannað í vestrænum löndum, skv. lögum og mannréttindasáttmálum, og ef þeir ætla að búa í þessum löndum og vera teknir gildir sem þjóðfélagsþegnar þar þá verða þeir að bera sömu virðingu fyrir siðum, lögum og reglum í viðkomandi landi og þeir ætlast til af okkur vesturlandabúum þegar við sækjum þá heim. Þetta er allt spurning um gagnkvæma virðingu og skilning.

Margir spyrja sig af hverju þessir fámennu hópar öfgatrúaðar múslima, sem nú heyrist svo hátt í, hati okkur. Okkur finnst fáránlegt að einhver hati okkur bara af því við tilheyrum hinum vestræna heimi, landfræðilega eða menningarlega. Og það er fáránlegt. En gleymum því ekki að það er alveg jafn fáránlegt af þröngsýnum, miskristnum, Íslendingum að hata eða vera með fordóma gagnvart útlendingum, nýbúum, lituðum, múslimum, fólki og menningu annarra landa eða heimhluta o.s.frv. Alhæfingarnar, hræsnin, hatrið og staðhæfulausir fordómarnir eru ekki aðeins á einn veg, við verðum líka ð líta í eigin barm.

Að mínu mati eiga þær deilur sem fámennir (en þó of fjölmennir) hópar múslima eiga við hinn “kristna” vestræna heim eiga í raun fátt skylt við trúarbrögð því þessar deilur og voðaverk sem framin eru í nafni trúarbragða brjóta flestar reglur sem þessi sömu trúarbrögð byggjast á. Þær eru útúrsnúningur á íslam, misnotkun öfgafullra hentistefnumanna og hópa sem í skjóli trúarbragða misþyrma og drepa fólk, þar með talið sitt eigið, til þess að ná fram einræðisvöldum. Í nafni þess útúrsnúnings sem þeir kalla sönn trúarbrögð (en eru ekkert annað en þrönsýn túlkun þar sem þeim boðum og bönnum sem ekki henta þeirra málstað er einfaldlega ýtt til hliðar) banna þeir allan boðskap annan en sinn, banna menntun kvenna og sjálfstæða hugsun, margbrjóta öll mannréttindi og taka sér guðsvald á jörð. Með þessu heljarvaldi og misbeytingu tekst þeim að halda saklausu fólki föngnu í fáfræði. Ofan á þetta allt saman bætist við hungur og vosbúð. Fyrir vikið ná þeir oft að heilaþvo fólk og koma þeim í trú um að hinn vestræni heimur og allt sem þaðan kemur sé frá andskotanum og þ.a.l allir sem þar búa séu réttdræpir. Með þessu ná þeir einnig að koma því inn hjá þorra hins vestræna heims að múslimar, eins og þeir leggja sig, séu hryðjuverkamenn, a.m.k. stuðningsmenn þeirra. Alhæfingarnar ganga hægri vinstri og hér er enginn saklaus af hræsni né áróðri. Manndráp brjóta alveg jafn mikið í bága við kenningar íslams og kristni, það að segja að allir múslimar séu hryjðuvekamenn eða að allir kristnir séu trúleysingjar er náttúrulega rakin endemis vitleysa sem leiðir aðeins af sér meira hatur. Það er mikilvægt fyrir alla málsaðila að setja ekki heilu heimshlutana undir sama hatt þó að fámennur og þröngsýnn hópur hafi hátt. Dæmum ekki földan útfá einum og sýnum náunganum þá virðingu sem við viljum að hann sýni okkur.

…talandi um öfgafulla hentistefnumenn og hræsni. Um daginn sá ég mjög litla og lítt áberandi frétt í Mogganum þar sem sagði að Saddam Hussein gagnrýndi harðlega árásir Bandaríkjamanna á Afganistan þar sem þær væru brot á alþjóðasamþykktum. Halló! Síðan hvenær fór Saddam Hussein að hafa áhuga á alþjóðasamþykktum? Hann hefur verið manna duglegastur að brjóta þær undanfarna áratugi, en nú þegar hann sér að hann getur skýlt sér á bak við þær og notað þær gegn Vesturlöndum, þá dustar hann af þeim rykið og reynir að notfæra sér þær í eigin þágu.

Að lokum…mig langar að fá að heyra álit ykkar á árásum Bandaríkjamanna og Breta á Talibana og hryðjuverkamenn í Afganistan. Finnst ykkur þær réttlætanlegar? Ef ekki, til hvaða aðgerða finnst ykkur að eigi að grípa til þess að sporna við áframhaldandi hryðjuverkum og láta þá sem ábyrgir eru fyrir hryðjuverkunum í Afríku og BNA svara til saka? Ef ykkur finnst þær réttlætanlegar, hvað með þann fórnarkostnað sem líf óbreyttra borgara eru? Það væri gaman að fá málefnalegar umræður um þetta og bið þá sem hafa ekkert annað en útúrsnúninga, fordóma og skítkast til málanna að leggja að gefa puttunum frí frá lyklaboðinu.