Mér dettur þetta svona í hug varðandi umræðuna um sprenginguna í fjölda örorkuþega, en þar kemur fram að flestir karlar í þeim hópi eru með “geðraskanir” og konurnar með “stoðkerfisvandamál” sem líklega eru komin vegna offitu.

Stjórnvöld monta sig mikið af því að það sé lítið sem ekkert atvinuleysi í landinu og fjölmennignarsinnarnir taka undir og segja að við þurfum allt þetta erlenda vinnuafl til að standa undir hagvextinum. Ef við skoðum tölurnar þá sést að á sama tíma og búið er að flytja inn allan þennan fjölda vinnuafls þá er eins og með töfrasprota búið að flytja þúsundir af atvinnuleysisbótum yfir í örorku ! Hvernig stendur á því að í landi sem er með eitt besta heilbrigðiskerfi (og langtímalífslíkur) í heimi að það sé sprenging í fjölda öryrkja og það sérstaklega ungs fólks ?

Samkvæmt rannsóknum er það vegna geðraskana og stoðkerfisraskana (þetta eru “fagleg” nöfn yfir geðræn og offituvandamál) það fyrra á aðallega við karlana en hitt við konurnar. Af hverju þetta ? Líklega má kenna fíkniefnanotkun karlanna og ofuráts kvennana (það er jú þekkt að þær nota mat eins og fíkniefni) um að kenna. En þetta má ekki segja, það er tabú, það má bara vorkenna þessu fólki og kalla enn og aftur að aðgerðir ríkisins í þessum málm, það virðist ekki lengur eiga við að fólkt taki á sýnum málum sjálft, ríkið þarf nú að koma að öllu.

Afsakið, en ég er ekki mjög bjartsýnn á þessa þjóð þó við eigum Bjöggana og Magga Scheving.