Samgöngur hér á Íslandi Jæja þá er Saddam málið afstaðið og ég ætla færa mig yfir á annað málefni. Það eru samgöngur hér á Íslandi og ætla ég mest að ræða um verð og þjónustu sem ég er ekki alveg sáttur við.

Já eins og ég sagði þá er ég óánægður með samgönguverðið og möguleikana sem eru til boða í dag. Ég bý fyrir norðan eða á Akureyri og möguleikar mínir til að komast til borgarinnar eru mjög litlir. Ég get valið um að fljúga, taka rútu eða keyra sjálfur. Ég ætla að fjalla um galla hvers þáttar og ræða hvað mest um verð og hvernig hægt er að bæta ástandið.

Á milli Akureyrar og Reykjavíkur eru 388 km vegur. Ef ég ætla keyra á milli áfangastaðanna þá tekur það um það bil 4 klst á löglegum hraða. Ef ég er á venjulegum bíl sem eyðir um 10l á hundraðinn þá eyði ég ca 39 lítrum. Líterinn í dag kostar um það bil 110kr. Ferðin kostar um það bil 4290kr og ég þarf að reikna með sama kostnað til baka. Sem sagt ef ég keyri á bíl milli Akureyrar og Reykjavíkur fram og til baka þá kostar það mig 8580kr og ferðalagið tekur 8 klst.
Kostir: Ég er með bíl við höndina í Reykjavík, Tekur styttri tíma en rútan og langódýrasti möguleikinn í stöðunni.
Gallar: Ekkert sérstakt að keyra á milli, aukin slysahætta og 800km bætast á bílinn.

Ef ég fer núna á heimasíðu Flugfélags Íslands og ætla bóka mér far til Reykjavíkur. Ég ætla fara af stað þann 3 Janúar og koma 4 Janúar. Ég fer í ferðasæti sem er ódýrara en forgangsæti og það mun kosta mig 17780 kr. Ef ég fæ ekki farðegasæti og bóka forgangssæti þá mun kostnaðurinn verða 22500kr. Þess má geta að það er ódýrara að skella sér til Kaupmannahafnar og London með Iceland Express.
Kostir: Tekur aðeins eina klst, Þæginleg og minni umferð á götunum
Gallar: Alltof dýrt.

Svo kemur aðal klikkunin. Ef ég skelli mér með rútu til Reykjavíkur kostar önnur leiðin 8600 kr. Báðar leiðir kosta 17200 kr. Þessar ferðir taka um það bil 5 klst og samtals er þetta 10 klst ferð.
Kostir: Nánast enginn nema þú þarft ekki að keyra og minni umferð á götunum
Gallar: Allt of dýrt, óþæginleg ferð og tekur langan tíma.

Mín spurning er, er ekki verið að einangra landsbyggðina frá Reykjavík? Það er langódýrast að keyra sjálfur á milli og auðvitað gera það flestir. Það skapar mikla umferð á götunum og auðvitað verða slys. Það er klikkun að ferðast í óþæginlegri rútu sem tekur endalausan tíma. Þarf ríkið ekki að koma niður á þennan kostnað. Ég trúi því ekki að það kosti svona gríðarlega mikið að fljúga milli Akureyrar og Reykjavíkur.

Þetta er eitthvað sem þarf að bæta úr.
——–
Heimildir:
www.flugfelag.is
www.icelandexpress.is
www.ob.is
www.sba.is
www.vegagerdin.is
Mynd:
http://home.tiscali.dk/8x070493/traffic/pictures/nocarl.jpg