Það var fyrir um 2300 árum að margir af vitrustu mönnum norður-Kína settu saman handbókina Sun Tzu. Vesturveldin kalla hana ,,The Art of War”.

Hún kennir okkur að sigra í stríði með því að skoða heildina og með sjálfsþekkingu. Mjög merkilegt rit. Hún er kennd við flesta herskóla veraldar auk þess sem fyrirtæki í auknu mæli tileinkna sér hugmyndafræðina. Hana er nefnilega hægt að innleiða beint inní nútíma viðskipti. Hvernig litli fyrirtækin geta veist að risunum og unnið.

Það er nákvæmlega eftir þessum fræðum sem árásir hermanna Osama Bin Laden einkennast af. Hann er að nota stærð Bandaríkjanna á móti þeim. Miltisbrands bréfin, yfirlýsingar samhliða þeim o.s.frv.

Hér er hef ég eftir eina dæmisögu sem er mjög lýsandi fyrir hugmyndafræði Sun Tzu.

Fyrir fleiri hundruð árum voru 2 leiðtogar. Þeir fóru fyrir stóru landssvæði báðir og stórum flokkum hermanna. Annar að nafni Shih og hinn Yin. Shih átti mun stærra land en sá síðar nefndi og mun stærri her. Yin vissi að þegar fram liðu stundir ætti hann í hættu að Shih réðist á sig og ætlaði því að vera fyrri til. Hann var búin að leita til Feng Shui þorpins (Feng Shui er stjörnufræðingur sem voru ávalt látnir taka ákvörðun um hvenær best væri að berjast o.s.frv.) sem hafði sagt að eftir 6 daga væri nauðsýnlegt að ráðast á Shih ef hann vildi vinna stríðið.

Það var mikil á á milli landssvæða Shih og Yin. Þeir voru á sitthvorum endanum á ánni og auk þess á sitthvorum bakkanum og því nauðsýnlegt að ráðast á andstæðinginn frá ánni.

Yin var hrokafullur maður. Hann þoldi ekki einn af herforingjunum sem hann stýrði er hét Lu. Honum hafði lengi langað að koma honum frá en sökum vinsælda hans í þorpinu gat hann það ekki.

Daginn eftir var mikil veisla í þorpinu. Yin og Lu hittust þar og hófu að ræða málin. Málin þróuðust út í hernaðarumræðu og spurði Yin Lu hvernig væri best fyrir hann að haga sér í sjóorustunni við Shih. Lu sagði að bogar og örvar væru besta leiðinn til þess. Yin sagði honum þá frá því að honum vantaði 10.000 örvar til þessa og eftir fimm daga þyrfti hann að gera árás og á þeim tíma væri ómögulegt að útvega allar þessar örvar.

Lu sagðist auðveldlega geta hjálpað honum og útvegað þessar örvar á innan við 3 dögum. Yin varð undrandi en eftir langt spjall gerðu þeir sáttmála. Lu hafði 3 daga til að útvega 10.000 örvar en af öðrum kosti skildi hann hálshöggvinn. Lu samþykkti og skildust þeirra leiðir.

Daginn eftir var mikil þoka. Yin sendi njósnara sinn til að athuga hvernig Lu miðaði áfram og hann kom að því loknu og gaf skýrslu. Hann var ekkert að gera, hvorki hans menn né Lu sjálfur. Menn hans voru að tállka stóra trébúta…en ekkert að snúast í kringum örvar né að gera boga.
Það hlakkaði í Yin því hann var sannfærðu um að fá loksins höfuð hans eftir 2 daga.

Á öðrum degi var einnig mikil þoka og en sendi Yin njósnara til að huga að stöðunni á Lu. En var hann ekkert farin að gera, hvorki að útvega sér efni né annað. Menn hans voru að dunda sér ennþá við að tálga einhverja trábúta en ekkert að sýsla í kringum boga né örvar. Yin hló nú mikið og upphátt og hlakkaði mikið til morgundagsins.

Á þriðja degi var þokan farin. Lu fékk fjóra tugi skipa sem hann batt saman. Hann lét trjátrumbana sem menn hans öfðu talgað í öll skipin og tjaldaði klæðum í skipunum svo erfitt var að sjá hvað um borð var. Örfáir menn fóru með honum. Meðferðist tóku þeir 30 boga eitthvað af örvum, trommur og frumstætt gjallarhorn. Þegar þeir voru komnir í skotfæri við þorpið á hinum enda árinnar, þorpinu hans Shih, öskruðu þeir í gjallarhornið, börðu á trommurnar og gerði eins mikil læti og þeir gátu svo allir í þorpinu sáu og fréttu. Að því loknu skutu þeir einhvejum tugum örva inní þorpið og fóru svo í skjól í bátnum. Shih var viss um að þarna væri Lu á ferð, hann væri að ráðast á hann. Shih kallaði saman nokkur þúsund hermenn vopnaða boga og örvum. Þeir skutu allir stanslaust í lengri tíma að bátunum fjörtíu. Það fóru nokkur þúsund örvar í bátana, trétrumbana og í alla munina sem um borð voru. Þegar skothríðinni lauk stóð Lu upp og öskraði: ,,Takk fyrir örvarnar Shih, þú getur treyst því að þú færð þær fljótt aftur”.

Þegar hann kom í þorpið á hinum endanum tók hann allar örvarnar saman, afhenti Yin og hélt höfðinu.


Þetta er dæmisaga sem lýsir einni af hugmyndafræðum Sun Tzu. Nota
styrkleika andstæðingsins ámóti honum.

Bækur um ,,The Art of War" fást inná Amazon.com
Kv
Guðmundur Arna