Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort ekki væri réttast að takmarka hámarkslaun einstaklinga. Ég meina við takmörkun hámarkslauna og hækkun lágmarkslauna, þ.e launajöfnuð, myndi eflaust ríkja meiri hamingja í þjóðfélainu. Fólk myndi frekar fara að læra eitthvað sem það RAUNVERULEGA vill gera, og vinnumarkaðurinn myndi fyllast af áhugasömu fólki sem hefur ósvikna ánægu af því sem það er að gera.

Ég átta mig vel á því að til eru leiðinleg störf sem ekki allir fást til að vinna við, en það væri þá ráð að setja hærri laun á þau störf, en aldrei sem nemur einhverri óraunverulegari hækkun.

Ég veit að sjálfsögðu að svonalagað gerist ekki í einni svipan, og það þyrfti miklar breytingar til að framkvæma svonalagað. Og þá á ég við tilslakanir í bankakerfinu, húsnæðismálakerfinu, og fjármálakerfinu yfir höfuð. Ég veit að þetta þyrfti að hvera hnattlægt til að þetta gangi.

En, burtseð frá þessari kenningu minni, finnst ykkur ekki að það sé sanngjarnt að kennarar og tölvugúrú séu með sömu laun, eða hjúkrunarkonur og læknar?? eða bara flesta allar stéttir? Myndi það ekki létta á fólkinu í landinu?

Vonandi koma einhver góð svör hérna….:)