Hafið þið spekúlerað í því hve mikill hluti skattprósentu okkar fer í það eitt niðurgreiða lyf, við öllu mögulegu jafnt sem ómögulegu. Þar er um óheyrilega háar upphæðir að ræða, og með ólíkindum satt best að segja hvernig finna má rökstuðning fyrir slíkum lyfjaaustri.

Getur það verið að afi og amma þurfi nú fyrst að fara að sofa við svefntöflur, af því þau fluttu í þjónustuíbúð aldraðra, það finnst mér skrítið ?

Er ekki nóg að þurfa að taka lyf við liðagigtinni, blóðþrýstingi, maganum, þótt ekki bætist við svefnlyf ?

Ég er sjálf mjög mikið á móti því að lyfjum sé ávísað ef þeirra er ekki þörf, og get með engu mótið skilið þann mikla lyfjaaustur í samfélagi er hefur allra handa heilsuprógrömm á boðstólum, varðandi heilbrigða lifnaðarhætti til líkama og sálar, en svo hefur verið tæpa tvo áratugi.

Nú nýlega kom það í ljós að lyfjafyrirtæki höfðu sent rauðvín til heilsugæslulæknis, með kynningu á framleiðslu sinni.
Þótt þetta hafi ekki áhrif á þennan lækni, þá spyr ég hvað með hina alla ?