margir hafa kvartað undan slæmum heimi og ósanngjörnum, ég þar á meðal.

en það er ekkert skrýtið að heimurinn sé svona.

eitt það fyrsta sem við lærum þegar við komum í heiminn er að það eru reglur.

svo lærum við að það eru verðlaun í boði fyrir sigurvegara og sá sem tapar fær minnst eða ekkert.

næsta sem margir læra að það eru ekki sömu reglur fyrir alla. eða réttara sagt, flestir virðast samþykkja að það má svindla ef það kemst ekki upp um þig, en eru fljótir að dæma aðra. semsagt leikurinn er með 2 reglusettum.

leikurinn gengur útá að vera svo sterkur að þú getir tekið allt frá öllum og skipað öllum fyrir.

hæsta skorið fær maður fyrir að vera svo hroðalega sterkur að fólk muni eftir þér árþúsundum saman, yfirleitt með hrolli niður bakið.

margir kvarta yfir þessu og vilja betri heim og með sanngjarnari leik.

öðrum finnst þetta hinn skemmtilegasti leikur.

bjarta hliðin á þessu fyrir þá mörgu sem leiðist orðið leikurinn, er sú staðreynd að fólk fær á endanum leið á öllum leikjum sem maður fær ekkert úr.

og ég er sterkastur leikurinn er sá minnsti og leiðinlegasti og sá sem gefur minnst, enda sá fyrsti af þeim öllum.

leikur nr,2 er t.d rannsaka alheiminn leikurinn en æ fleiri virðast leika sér í honum.

kannski er samt óréttlátt að flokka þessa leiki eftir aldri, því þeir eru líklega allir jafngamlir, eins og hver veit hvort leikurinn hinir nánustu og eignast fleiri nánustu, sé neitt yngri en ég á þig, en þú ekki mig(ég og allir hinir öðruvísi) leikurinn?

samt eru allir hinir leikirnir engir leikir, ekkert svo einfalt, heldur lífið.

og ég er sterkastur leikurinn, er bara skemmtilegur fyrir þann sem vinnur, fyrir þann sem tapar er reynslan oft erfið, versta falli ógeðsleg og endanleg.

meðan í hinum leikjunum eru allir sigurvegarar.