Ég átti að skila einhverju verkefni í náttúrufræði um daginn um Orkuframleiðslu á Íslandi. Og hérna er afraksturinn.

Eruði sammála þessu í svona megin dráttum? ef ekki, why?
——————————————–
Orkuframleiðsla á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni uppá síðkastið, sérstaklega þar sem álver eru að spretta upp í miklum mæli og bara stóriðja yfir höfuð. Þessar stofnanir þurfa mikið rafmagn og þá hella menn sér yfir það hvernig hægt sé að fá eins mikið rafmagn og hægt er fyrir sem minnstan pening því á endanum snýst þetta allt um að græða peninga.

Á Kárahnúkjum er komin virkjun eins og allir íslendingar vita og hefur þessi virkjun verið mikið hitamál í íslensku samfélagi sumir eru á móti henni og aðrir með. Ég persónulega er á móti henni en fyrst þetta er komið svona langt af stað (búið að gera stífluna og byrjað að láta renna í lónið) þá ætla ég ekkert að vera eyða meiri orku í að tala um það.

En svona yfir höfuð finnst mér að við Íslendingar ættum að halda okkur í róglegheitunum því við erum fámenn og rík þjóð með fallega náttúru og að fara detta í einhverja stóriðju geðveiki hefur ekkert uppá sig og þjónar engum tilgangi. Það þýðir ekkert að vera tala endalaust um að álverin séu einhver greiði fyrir fólkið og það fái vinnu og þess háttar, mér finnst það allavega ekki nógu góð rök.

Hins vegar eru Íslendingar framanlega í vinnslu jarðvarma en það er eitthvað, sem og annað, sem við Íslendingar eigum að fara róglega í, ekki endilega virkja allt sem við sjáum, við verðum að hugsa aðeins hvað virkilega þarf og þarf ekki og það sem á að gilda er að reyna virkja eins lítið og mögulega hægt er.

Vð eigum að nýta auðlindirnar með mikilli hófsemi og stillingu og það er mikilvægt að þeir sem taka ákvarðanir láta ekki dáleiðast af peningum. Mér finnst einnig að í framtíðinni þegar á að koma í gang stóriðjuframkvæmdum (álver eða slíkt) eða setja í gang stóra virkjun þá ætti að fjalla um það með rökum með og á móti og stofna síðan til atkvæðragreiðslu, hvort hún nái til allra landsmanna eða hluta verður að meta í hverju tilviki fyrir sig.

Því það þýðir einfaldlega ekki að halda að menn sem hafa bullandi hagsmuni að gæta geti tekið réttar ákvarðanir, því ég er Íslendingur og ég á rétt til þess að mótmæla áður en eitthvað er ákveðið í stað þess að mæta með spjald fyrir utan hús þeirra sem ákváðu eða veittu leyfi og öskra þar því það ber minni árangur. Því það er léttara að fá fólk á þitt band áður en það hefur valið, því ef valið er búið fer fólk að verja það með öllum ráðum þótt það kannski er byrjað að hallast að þinni skoðun.

Niðurstaða mín er að menn eiga alltaf að hreyfa eins lítið við náttúrnni og hægt er og ekki búa til orkufrekar byggingar (álver) sem við Íslendingar þurfum ekki og nota það til þess að réttlæta að meira rafmagn þurfi, þetta er vítahringur af verstu gerð.

TB