Ég er ein af þeim er pirrast ár hvert er fjölmiðlar segja dag hvern frá því að haustin að rjúpnaskyttur hafi týnst og fundist.
Miðað við þær leitir sem alltaf þarf að gera varðandi þetta “ hobbý ” þá finnst mér ekkert að því að rjúpnaskyttum sem fara að lágmarki þrjár saman sé gert skylt að hafa með sér GPS staðsetningarbúnað með byssunni, þannig að hægt sér að fylgjast með ferðum þeirra gegnum gervihnött og spara leit ef þeir hinir sömu telja sig villta. Einnig mætti athuga tilkynningarskyldu rjúpuveiðimanna, líkt og fiskibáta.
Ég vil meina að jólarjúpurnar verði fullháar kr, kílóið þegar með er tekin leit björgunarsveita að týndum veiðimönnum, hvað eftir annað ár hvert, svo ekki sé minnst á það að fá að heyra fréttir af einhverju öðru.

kveðja.
gmaria.