Anthrax, eða Miltisbrandur gæti verið nýjasta vopn hryðjuverkamanna.
8 manns í BNA hafa smitast og einn látist. Það er ekki víst hvernig þeir fyrstu sýktust, en síðustu tvo tilfelli, í Nevada og á skrifstofu NY Times, þar barst veiran með sendibréfum.
Hvað er miltisbrandur? Í stuttu máli stórhættuleg veiki, á upptök sín í dýrum(kýr) að ég held, en fólk getur smitast og dreyr þá oftast.
Nokkrar þjóðir eiga slíkar veirur í ‘sýklahernaðarvopnabúri’ sínu, en ólíklegt, ef ekki útilokað, er fyrir utanaðkomandi að komast yfir þær veirur. En þessar veirur eru til á flestum stærri sjúkrahúsum og rannsóknarstofum tengdum landbúnaði. Þær eru hafðar til viðmiðunar fyrir meinatækna og til rannsókna. Þessara staða er misjafnlega vel gætt, svo þar gæti verið hægt að nálgast veiruna og rækta.
Smitleiðir:
Innöndun. Þar er dánartíðnin mest. Ef veiran(sporarnir) ná að sýkja lungu, og mynda ígerð, er dánartíðnin 90%
Innvortis(meltingarvegur): dánartíðni 40%
Á húð: dánartíðni 5%
Það varð slys á rannsóknarstofu í gamla Sovét 1979. Herinn rak stofuna. 79 manns smituðust af miltisbrandi og létust 68.

Miltisbrandur er ekki bráðsmitandi. Það þarf talsverða kunnáttu að koma smiti af stað í fólki, tala ekki um ef faraldri ætti að koma af stað. Svo þeir aðilar sem hafa sent þessi bréf sem innihéldu duft(mengað sporum miltisbrands) hafa einhversstaðar hlotið þjálfun í meðferð þessarar banvænu veiru. FBI hefur sagt að engar vísbendingar bendi á Al Quada eða bin Laden. En rannsóknin er rétt að byrja, en við skulum rétt vona að þetta sé ekki, né verði, mjög alvarlegt.
All is well as ends Better. The Gaffer.