Sæl öllsömul!
Þið sem hafið verið að fylgjast með fréttum í vikunni sem leið hafið tekið eftir því að það hefur verið uppi ákveðnar hugmyndir um að breyta myndinni í gönguljósum Reykjavíkur. Þannig að græni- og rauði „kallinn“ verði að konu. Ég verð að vera sammála einni sem kom í Kastljós um daginn (man ekki hvað hún heitir) þar sem henni fannst þetta ekki vera nauðsynlegt og sérstaklega þar sem þessi „kall“ er í rauninni kynlaus. Hann gæti verið bæði kona og karl enda eru konur alltaf að ympra á því að konur séu líka menn! Ég held að það skipti engu máli hvernig mynd er í götuljósinu svo lengi sem allir skilja að rauður þýðir vertu kyrr og grænn þýðir farðu áfram. Það er það eina sem skiptir máli í sambandi við gönguljós. Ég er líka ansi hrædd um að þessar breytingar myndu vera óþarfa eyðsla á peningum í ekki neytt og þá væri betra að nota peninginn sem færi í þetta í eitthvað sem myndi skila sér til þjóðfélagsins.
Ég veit vel að kvennabaráttan hefur gert margt gott fyrir okkur sem erum uppi núna og er alltaf að gera eitthvað gott. En stundum finnst mér að þeir sem segjast vera að berjast undir merkjum kvennabaráttu missa sig alveg í einhverjum smáatriðum, eins og þetta með götuljósin.

Kveðja
Silungu