Það er engin spurning um það að hvalveiðar hafa áhrif á ferðamannaiðnaðinn á íslandi.
En mergurinn málsins er sá að þeir ferðamenn sem hætta við komu til íslands vegna hvalveiða eru öfgafullir náttúruverndarasinnar… eða eins og afi minn kallar þá… Hippa.

Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna það “Drottin minn djöfull er ég fegin að fá ekki þessa hippadjöfla heim til mín!” Því að Hippar eru ekki túristarnir sem þú villt fá til landsins þíns.

“Af hverju??” kunna sumir að spyrja. Nú, af því að Hippar eru í meirihluta fátækir einstaklingar sem lifa á spelt brauði, lífrænt ræktuðu káli og hugsjón. Þessir einstaklingar eru ekki líklegir til að eyða neinum rosalegum fjármunum á Íslandi, og ekki segja mér að þetta séu fordómar. Ég vann á ónefndu veitingahúsi sem þjónn úti á landi í ár og ég fékk einhverja þýska hippa inn í salin, rosalega ánægðir með fögru náttúruna og hreina loftið. Nú ég, sem þjónn, fer auðvitað til gestanna og spyr hvort þau vilja matseðil. Þau afþökkuðu það en báðu þá um vatnsglas. “jæja” hugsaði ég með sjálfum mér. “Þau eru örugglega bara þyrst eftir fjallgöngu eða einhvað þvíumlíkt” og ég fer með hreint ókeypis íslenskt vatn til þeirra. En þá sá ég dálítið sem mér blöskraði við! Haldiði ekki að þýsku hipparnir hafa ekki farið í bakpokan sinn og tekið upp samlokur í plastpokum sem þau smurðu í svefnpokaplássinu þar sem þau gistu. Ég átti ekki til aukatekið orð. Ég bað þau því vinsamlegast að hunskast út af veitingahúsinu, því þetta var ekki matsalur, það var ekki skilti fyrir utan þar sem stóð “Please, bring your own food!” Þetta var veitingastaður sem græddi á því að selja fólki mat og drykk. Ekki gefa fólki vatn og þrífa svo brauðmylsnuna eftir þau!

Hvað varð um “Dirty Weekend” pakkan??? Er hann alveg dottin úr tísku? Það var nú túrismi sem vert er að gera útá! Ríkir, miðaldra karlmenn á fylleríi í leit að ungum gyðjum til að eyða einni nótt með! Ég er nánast viss um það að við græðum meira á einum miðaldra bissnessmanni í dirty weekend, heldur en fimm hippum í náttúruuppgvötun.

Og eitt í viðbót. Af hverju eigum við að vera skríðandi fyrir alheimssamfélaginu eins og ómerkilegir hundar! Bandaríkjamenn fara í stríð og myrða þúsundir óbreyttra borgara og við brosum og hneigum okkur eins og smeðjur. Hættum að drepa fólk. Þá getum við hætt að drepa menn!

Egill And.