Októmber 2006 verður líklegast minnst sem mánuður hrottlegra nauðgana og lítið er rætt um annað en þessa erlendu hrotta sem virðist ekki skilja íslensk lög eða siðmenningu. Að tungmálaörðuleiki eða munur á siðmenningu landa er ekki lausnin, því ég hef ekki heyrt um land þar sem er nauðganir hafi verið lögleiddar. Þannig að því miður virðist vera mikið gert úr því að þetta séu innflytjendur í þessum nauðgunarmálum, þrátt fyrir að íslendingar séu enn í meirihluta gerenda í naugðunarmálum á Íslandi.

Yfirlýsingar frá karladeild feminstafélagsins og niðurstaða af opnum umræðum stjórnmálaflokkana fannst mér merkilegar. Þar er skuldinni skellt á “klámvæðinguna” og þótti mönnum miklvægt að sporna við “klámvæðingunni.”

Hvað er klámvæðing?

Skilgreining á þessu hugtaki virðist ekki vera til né óljós en það sem er ljósara eru aukin mannréttindi til frjálsar hugsunnar í samfélaginu og örugglega tengls á milli þess að fólk eigi auðveldara með að tala um kynlíf og nálgast efni tengt því. Þannig að frelsi og internetið séu líklegast skýringin á því að efnið sé aðgengilegra en áður.

Fyrir mér er niðurstaðan augljós, réttarkerfið það þarf að þingja refsiramman til muna, leggja þessi mál í forgang. Það þyrfti auk þess að horfa til meðferðarúrræða þar sem nauðganir myndu teljast til afbrgirðlegrar hugsun og hegðunnar líkt og önnur kynferðisafbrot eins og misnotkun á börnum. Auk þess er að sjálfsögðu gott að umræður séu virkar um þessi mál og sérstaklega hvað er til úrræða fyrir fórnarlömb. Því miður hafa þessar umræður meira verið ræddar með fordómum í garð innflytjenda.