Hvað varð um vetnisdrauminn? Hvað varð um vetnisdrauminn? er von að maður spyrji á tímum sem þessum.

Það mætti halda að vetni hafi orðið undir öllu þessu brjálæði sem einkennt hefur samfélagið seinustu árin. Þegar ég fór á netið að finna út það nýasta í vetnismálum rakst ég á þessa frétt hjá Mbl. http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1099700
Alveg frábær hugmynd hjá nýorku þarna á ferð, varnasvæðið frv. hefur alla burði í slíka notkun. Þá sérstaklega í ljósi þess að lítið mál er að gera svæðið alþjóðlegt og flytja helling af vísindamönnum og öðrum fræðimönnum inn á það.
En málið með þessa frétt er að hún er eld-ævagömul. Alls 28 mánaða. Strætóarnir voru nýkomnir þegar fréttin byrtist en ekki hef ég séð neinn vetnisbíl hérna enn, sem skv. þessari frétt áttu að koma fyrir 9-10 mánuðum síðan.

Hvað er málið? Var það ekki liður í tilrauninni sem strætóarnir fylgdu að koma ætti skipi í umferð sem væri vetnisknúið einhverntíman árið 2006?
Það ríkti svo mikil bjartsýni um þetta fyrir nokkrum árum síðan. Eða eins og Alex Björnsson segir á vísindavefnum:
Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar virðist í augsýn þriðja meginbreytingin í notkun orkulinda [á Íslandi], sú að efnarafalar sem byggja á fríorkuvélum munu leysa af hólmi núverandi brunavélar sem byggja á varmafræði Carnot-véla. [...] Á þann hátt gætu Íslendingar orðið með öllu óháðir innfluttu eldsneyti á næstu áratugum.

Ég hef heyrt gömlu góðu lummuna: „Hvers vegna eigum við að eyða skattpeningunum okkar í þetta, geta ekki einhverjir útlendingar séð um þessar rannsóknir?“
Þannig er það nú bara að Íslendingar eru þeir sem eiga eftir að græða hvað mest á þessu, þá er ég ekki að tala um útflutning, heldur losna við þann djöful sem olían er.

Það vantar nú ekki mikið upp á, tæknin er flest til staðar nú þegar, það sem þarf er að sýna fram á að hún virki og sé arðbær. Þar kemur tilraunin sem skaffaði okkur strætóana inn í myndina. En er hún stöðnuð? Lauk henni með þessum þremur strætóum? Kannski vanntar fjármagn, kannski bara áhuga. Ég veit það ekki. Ég heyrði í útvarpinu um dagin að á einhverri ráðstefnunni hafi Valgerður Sverrisdóttir tekið það skýrt fram og góðfúslega boðið framlag Íslands í mögulegar vetnisrannsóknir á næstunni. Eða því sem nemur afnot af Íslensku landi.
Vei!!! Þvílíkt framlag. Komið hingað og gerið ykkar rannsóknir. Þið sjáið um allan kostnað, við skulum bjóða ykkur hingað og hirða svo tæknina.

Við þurfum að gera miklu meira en bara bjóða landið okkar ef við ætluðum að njóta þeirra tækifæra sem vetnið býður upp á fyrir næstu aldamót. Ég er viss um að ef við hefðum sama metnað fyrir vetninu og við höfum til að byggja upp stóriðjur, þá væri nokkuð víst að hingað væri komin a.m.k. ein vetnisknúin skipsvél. Við þurfum ekki endilega að blæða einhverjum milljörðum af skattfé, eitt stikki stór ráðstefna sem myndi einvörðungs fjalla um vetni myndi gera nokurn slatta.