Jeppi. Til hvers eru jeppar hugsaðir? Jú til þess að fara komast einhvert sem venjulegur fjölskyldu bíll kemst ekki. Segiði mér þá eitt, afhverju er borgin neisafull af fólki sem keyrir um á hækkuðum Cruserum, Patrolum eða öðru eins? 90% af þeim jeppum sem ég sé á götum borgarinnar eru glansandi hreinir og þeir líta út eins og þeir hafi allir verið að renna útúr umboðinu.

Okey, sumir þurfa jeppa. Þeir ferðast mikið þar sem gott er að hafa bíl sem kemst um og er rúmgóður. En það er allveg átæðulaust að eiga jeppa ef maður fer aldrei út fyrir malbikið…ekki satt ?

Er ekki bara málið að banna akstur jeppa innanbæjar eins og akstur dráttarvéla ? Þá með undanþágu fyrir þá sem aka um með túrista í atvinnuskyni. Þeir sem vilja endiæega eyða þetta miklum pening í farartæki geta þá rölt niður í t.d ræsi og verslað almennilegan bíla ef ekki bíla fyrir þann pening sem annars hefði fari í einn jeppa.
Magnus Haflidason