0.00511% Þegar ég var að lesa grein hérna á /deiglan um hvað álverið í Reyðarfirði hafi gert mikið fyrir Austfirðinga fór ég allt í heinu að velta þessari mjög svo skoplegu grein fyrir mér.
Heil 90 störf, VÁÁÁ en ef við miðum við að vinnandi fólk á Íslandi sé í kringum 176.000 þá eru það heil 0.00511% vinnuaflsins sem er að fá atvinnu þarna!
HVÍLÍK FRAMFÖR, HVÍLÍK UNDUR OG STÓRMERKI! Þetta mun greinilega að bjarga Austfirðingum frá eymd og glötun!

Jáhá!, “Nú er sko gaman að vera Austfirðingur” að geta baðað sig í í áli og andað að sér hreinum koldísýringnum.

“Manni hlýnar all svakalega um hjartaræturnar” þegar maður sé stærstu gljúfur ílands sökt undir jökulvatn fyrir 90 manns og útlenda miljónamæringa

“Nú hækkar Þróunarstig Á austurlandi svo umm munar”, allavegana á Íslenskan mælikvarða því svo virðist sem við mælum Þróunarstig þjóða eftir því hversu mikil þungaiðnaður er í landinu !En samkvæmt því ætti Austur Evrópa að vera eitt háþróaðasta svæði á Jarðkringluni, svo ekki sé minst á Kína.


Svona að lokum langar mig aðeins að spyrja fólki einar spurningar sem kemur umhverfisvernd ekkert voðalega mikið við!,

Viljið þið Virkilega eyða 40.000.000.000 króna í að byggja virkjun sem á aldrei eftir að borga sig upp þannig að á endanum borga skattgreiðendur hana!
Hvernig haldið þið að landsvirkjun ætli að græða á stíflu sem á eftir að eyðileggjast eftir 90-140 ár þegar leir sem berst með jökulvatninu á eftrir að stífla aðrenslinsgöngin að túrbínunum og þar með gera virkjunin að ónothæfu minnismerki um mistök og valdnýðslu ríkisstjórnarinnar.

En einhverjir hljóta að græða þá þessu eins og öllu öðru og hverjir ætli að það séu.

Ekki eru það Íslendingar sem sitja uppi með tugmilljarð króna skuld í vasanum.
Ekki eru það Austfirðingar sem græða á einu álveri og gífurlegri Loftmeingun.

Nei kæru hugarara það eru Erlendu álfyrirtækin og útlendu miljarðamæringarnir sem eiga álverin! þau græða núna á tá og fyngri á allri þeirri orku sem ríkið hefur selt þeim á “bónus verði” á meðna hin almenni neytandi borgar næst hæsta orkuverð á öllum norðurlöndunum ef ekki allri Evrópu!

Já kæru hugarar og allir Íslendingar nær og fjær!
kanski ættum við að hugsa okkar gang næst áður en við sökkvum stærri hluta af íslandi á kostnað skattgreiðenda og náttúruna