Sæl verið þið öll!

Nú í kvöld rampaði ég niður í samtal þeirra Einar Magnúsar Magnússonar frá umferðarstofu og Benedikts (Benni) Eyjólfssonar framkvæmdastjóra Bílabúðar Benna í Kastljósinu. Ég verð að segja að mér þótti það hin mesta skemmtun enda fór Benni á kostum í beitingu tölfræði og raka á snilldarlega villandi hátt.

Fyrst vil ég benda áhugasömum að horfa á viðtalið en það má finna hérna: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4298220/0 . Næst skulum við svo leggja skoðanir okkar á þessu tiltekna máli til hliðar og skoða nokkur rök Benna í þættinum.

Fyrst ber að líta á skemmtilega túlkun á fjölda látinna í umferðinni. Benni segir að þegar menn telja banaslys verða þeir að taka fjölda bíla með í umferðinni. Næst leggur hann fram eftirfarandi tölur
- Árið 2000 létust 20 á hverja 100.000 bíla á Íslandi
- Árið 2005 létust 10 á hverja 100.000 bíla á Íslandi
og segir í hálfum hljóðum að þessi munur stafi af fjölgun bíla á Íslandi síðustu árin. Einn breytiþátt gleymir hann þó að leggja fram
- Árið 2000 létust 32 í umferðinni
- Árið 2005 létust 19 í umferðinni
Glöggir menn sjá svo að 19/32 = 0.59 þannig að í rauninni stafar þessi hlutfallslega hækkun ekki af fjölgun bíla heldur fækkun banaslysa.

Þetta var tölfræðivillan. Lítum nú á rökvilluna enda þykir mér hún skemmtilegri. Eftirfarandi skrifaði ég upp eftir þeim Einari og Benna og reyndi að hafa sem orðréttast.

Einar: Okkur reiknast til að ef það hefðu verið settir takmarkarar í alla þá bíla sem áttu hlutdeild eða komu að þeim dauðaslysum sem áttu sér stað á þessu ári þá hefði verið hægt að bjarga 6 mannslífum ef þessir bílar hefðu ekki komist hraðar en 120 og jafnvel 130. Þetta er ofboðslega svakaleg staðreynd.

Benni: Sko, þessir menn hefðu ekki verið á þessum stað ef þeir hefðu bara komist á 120.

Einar: Ha?

Benni: Sko, þú segir að þeir komu á einhverjum ógurlegum hraða, þeir voru kannski ekki á þessum stað þá.

Persónulega er ég sannfærður. Þeir hefðu klárlega átt að keyra hraðar, þá hefðu þeir komist fram hjá slysstaðnum og ekkert banalsys orðið! Að gamni slepptu ætla ég þó að vona að þessi orð Benna dæmi sig sjálf.

Margt fleira rangt, vafasamt og skemmtilegt lét umræddur maður út úr sér í þessu viðtali en ekki voru þær villur jafn skemmtilegar. Þær voru líka á málefnalegri nótum. Vil ég því sem minnst fara út í þær enda var ekki ætlunin af stað umræðu um þetta mál með þessari grein. Þeim er þyrstir það vísa ég í kork sem þegar hefur verið stofnaður. Þessi grein átti einungis að þjóna sem skemmtan og lítil lexía um framsetningu á tölfræði. Vitaskuld svertir hún líka málstað fylgismanna Benedikts en það er bara hentug aukaverkun.

Með bestu kveðjum,
Bessi