Já þannig var það nú í morgun að sprenging varð í árbuðarverksmiðjunni sem reyndist vera í rafmagnsbúnaði.
En ég segi, þetta var nú stutt frá vetnis- og ammoníakframleiðslunni (en náði þó ekki þangað).
Áburðarverksmiðjan hefur 3 risastóra tanka (sá stærsti mynnir mig 200.000 lítra þori þó ekki að fara með það) sem eru vetnisgeymsla.
Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað gerist þegar eitthvað kemur fyrir þá!
Ekki nóg með það heldur er náttúrulega hellingur af áburði þarna í tonnatali og ekki minnkar hann spreningar heldur eykur þæra til muna.
Hvað hefði gerst?
BLESS GRAFARVOGUR!
Og það er ekkert grín, ég vil ekki einu sinni heyra fólk segja nei, það gæti aldrei gerst að þetta yrði svo stór sprenging því hún yrði það, þakka þér fyrir.
Og hvers vegna skrifa ég.

Hvað ef sprengingin hefði orðið í framleiðslunni?
Og það klukkan 7 í morgun þegar allir íbúar Grafarvogs (flestir) liggja sofandi í rúmum sínum. Það hefði orðið eitt stærsta slys Íslands ef ekki stærsta. Þetta hefði orðið eins og varpað væri einni sprengju á Grafarvoginn.
Þá hefði Ísland opnað augun að kannski var betra að færa Áburðarverksmiðjuna fyrir utan bæjarmörkin.
Ég segi, við sem íbúar Reykjavíkjur og bara íbúar Íslands viljum ekki bíða eftir stóslysi til þess að hlutir fari að gerast.
Látum það gerast núna fljótlega, því þetta gæti farið svona.
Það er gamall búnaður þarna sem gæti verið orðinn viðkvæmur (eins og sást í morgun).

Í guðanna bænum, hvað þurfti mörg slys á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar (hættulegustu gatnamótum landsins) til þess að ríkið opnaði augun fyrir því að það þyrfti að reisa mislæg gatnamót þarna?
Þeir hafa ekki einu sinni fengið það ráð í hausinn að setja beygjuljós þarna á meðan!!!

Opnum augun aðeins, rétt pírum þau og segjum burt með áburðarverksmiðjuna eins fljótt og hægt er. Ég vil ekkert verða vitni að því ef þetta tekur upp á því að springa, neit takk, vill ekki láta bjóða mér það, því það yrðu dauðsföll, ójá það yrðu dauðsföll.

Þarf ég að segja meira?

ViceRoy