Komið sæl.
Ég hef verið að horfa á þáttinn Örlagadagurinn þar sem verið er að tala við Jóhannes í Bónus.
Hann talar mikið um spillingu í stjórnmálum hér á landi, hann á örugglega eitthvað til síns máls en að sama skapi kannski ekki? Ég veit ekki.
En staðreindin þó um stjórnmála menn er að við kjósum þá svo að fólkið í landinu ætti að hafa eitthvað um þá að segja sem þar sitja þannig að ef upp kemur um spillingu þá ættum við að geta hennt þeim mönnum út og kosið aðra í staðinn.

Einnig með þá menn sem eru í stjórnmálum þá hef ég tekið eftir að þeir menn eru ekkert endinlega á svo góðum launum ef maður ber þá saman við forstjóra og meðstjórnendur stórfyrirtækjana…
En það er ekki það sem mig langaði að velta fyrir mér.

Mig langar að vita, ef einhver getur frætt mig hvar er auðvellt fyrir mig að fara til að skoða eigna aðild í fyrirtækjum hér á landi?
Mig langar að vita hvaða fyrirtæki nákvæmlega á Baugur og önnuur stór hlutafélög?
Ég veit að þessi fyrirtæki eru í eigu Baugs eða dótturfyrirtækja Baugs og Jóhannesar.
Bónus.
Hagkaup
10-11
Útilíf
Icelandair eða að stórum hluta.
DV
Stöð 2
Sýn
Fréttablaðið
Nokkrar tískuvöru verslanir í kringlunnim, veit ekki nákvæmlega hvaða.
Aðföng sem er heildsala sem selur vörur til Bónus og annara matvöru verslanna.
Skífan.
Það eru mörg fleiri en ég er ekki með á hreinu eins og er hverjum ég er að gleyma og hvaða fyrirtæki ég veit ekki um?

En pælingin er samt er þessi þróun góð fyrir þetta land?
Við erum 300.000 manns sem búum á þessu landi, þessir menn sem og aðrir fá gríðarlega fjármuni úr sínum fyrirtækjum sem ganga vel í byrjun 90 áratugarins á þeim tíma virðist allt vera gerast í fjármálum hér á landi sem og útí heimi.
Jóhannes var spurður um ef einhver opnaði með nýjann atvinnurekstur með góða hugmynd hvort þeir myndu bara ekki kaupa hann út eða gleipa hann?
Hann þverneitar því en staðreindin náttúrulega er að enginn venjulegur maður á nokkurn tíman eftir að getað farið í beina samkeppni við Baugs fyrirtæki á þröngum markaði.

Nenni samt ekki að skrifa meir í bili en mig langar endilega að fá góðar pælingar frá fólki og eins frá fólki sem hefur kannski kynnt sér þetta mál betur en ég.