Ég ákváð að skrifa grein um ástandið á svæði Ísræls og Palestínu. Ég vil að fólk vandi lesturinn og geri sér smá grein fyrir raunveruleikanum og átti sig á málinu.

Til þess að fullkomnlega skilja þetta langa átak milli Ísræls og Palestínu þarf maður að skilja söguna bak við það. 14 maí, 1948 var ríki stofnað sem hét Ísræl. Ástæðan fyrir því var að gyðingar vildu land til að hörfa til (Zionism), sem er allt í góðu, það er það sem gerist eftir á hefur mest áhrif. Meðan ríkið var stofnað geisaði yfir mikið stríð milli Ísræla og annanra nágranna arabaþjóða (Egyptaland, Sýrland, Líbanon og Írak). Sem endaði með samningum árið 1949, og þar með tók Ísræl 78% af Palestínu (50% meira en SÞ höfðu gefið þeim). Eftir þetta var ekkert gjörstórt átak fyrr en svona 15 árum seinna.

Árið 1964 byrjuðu Ísrælar að taka vatn frá Jordaníuánni til að eiga fyrir sig. Sama árið byrjuðu arabaþjóðirnar að búa til plön til að fækka vatnsþjófnað Ísræla um 35%. Í Ágúst 1965 byrjaði Ísrælsher að sprengja vinnusvæðin. Þegar Egyptar hótuðu að senda sjóherinn sinn í veg fyrir Ísræla, ákváðu Ísrælar hvað þeir myndu gera. Daginn 5. júní 1967 hóf Ísræl sitt eigið “blitzkreig” á Sýrland, Egyptaland, Jordanníu og Írak sem er betur þekkt sem 6 daga stríðið. Hver einasti her allra þessa þjóða var útrýmdur af herafla Ísrælsmanna og að lokum láu 779 Ísrælar dauðir og um 21.000 arabar.

Þetta stríð leiddi til alsherjar hertöku af Gaza svæðinu og Vesturbankanum af Ísrælsmanna. Þetta er lengsta og ólöglegasta hertaka sögunnar sem er að verða 40 ára gamallt. Meginmálið sem ég er að reyna koma fram er að Ísrælar ganga um og gera allt sem þeir vilja vegna þess að flestar þjóðir heims, mestann hluta Bandaríkin, leyfa þeim það. Maður furðar sig á því hvernig ríki á stærð við Vestfirði verði svona völdugt. Síðan 1949 hafa Bandaríkjamenn sent Ísrælum um 100 milljarð dollara (689 milljarð isk), 85% af því sem fer í hernað. Þar með fá Ísrælar heilann haug af ókeypis hernaði frá BNA (F-16 þotur og herþyrlur). Bandaríkin er stærsti stuðningsaðilli Ísræla og hefur alltaf verið það. En spurningin mín er sú, hvað hafa Ísrælsmenn sýnt fram til þessa að þeim er treystandi með þetta allt saman? Eins og við sáum með þessari árás inn í Líbanon í sumar þá er þetta greinilega ekki notað til að verja meginland Ísræla. Ef að Ísrælar eru ólöglega inn í öðru landi á vegum stríðs þá eru ísrælar einfaldlega ekki að verja sig, þú mátt kalla það hvað sem þú vilt, það er ekki sjálfsvörn. Ég er samt ekki að segja að Palestínumenn séu kannski barnanna bestu í þessu heldur, þetta er stríð. Vandamálið er hvað getur verið gert í þessu og er ekki gert.

Ísrælar eru ekki fasistar, þeir eru bara ekkert skárri en óvinurinn sem þeir eru að berjast við. Arabar eru ekki einungis hryðjuverkamenn út í eitt. Fólk sem býr við þannig aðstæður að maður þarf að virða útivistarbann, fara á svokallað “checkpoints” til að fara frá einum bæ í annann og lifa í ógn við hermenn sem skjóta á nánast allt sem hreyfist þá er bara alveg skiljanlegt að þeir munu berjast á móti við hvaða aðstæður sem er. Það er augljóst hvernig þetta stríð hefur tekist till, Ísrælar telja sig búin að vinna en Palestínumenn sjá það ekki. Þetta er versta tegund af átaka sem getur ekki endað ef að fólk heldur áfram að láta eins og þetta er ekki að gerast.

Við Íslendingar eigum ríki, Bandaríkin er ríki, Ísræl er ríki. Af hverju mega Palestínumenn ekki eiga ríki?

Thank you very nice.
“If you have a gun, you can rob a bank. If you have a bank, you can rob everyone”