Ég rakst á þetta í Fréttablaðinu í morgun, auglýsing frá Skjá einum, eða ef auglýsing getur talist “Við vitum að það er aumingjalegt að biðja áhorfendur um pening, samt ætlum við í þetta eina skipti, áhorfandi góður, að leita til þín. Í dag hefjum við söfnun til þess að tryggja bjarta framtíð Skjáseins. Það er hart í ári og við biðjum ekki um lítið. Við biðjum þig að styrkja okkur um 4290 kr. eða andvirði mánaðaráskriftar Stöðvar 2 og tryggja þannig áframhaldandi ókeypis sjónvarp á Íslandi.”
Svona hljóðar þetta og nú spyr ég, er ekki langmest af því að fremur ungt fólk sé að horfa á Skjá einn, fólk sem að getur e.t.v. ekki gefið Skjá einum pening. Ég veit að ég á ekki 4200 kr. en það á kannski ekki við alla. Og tel ég það nokkuð líklegt að það hlakki í starfsmönnum Stöðvar 2 að sjá þetta, þar sem að þetta er eiginlega uppgjöf hjá Skjá einum og finnst mér synd að sjá þetta, en er þetta í rauninni ósanngjörn fyrirspurn frá Skjá einum? Þeir hafa verið með lang skemmtilegasta efnið, eða svo finnst mér, en hafa samt verið með lang minnst fjárframlag.
Ég veit í rauninni ekki hvað fleira ég get sett hérna, ef að þú hefur áhuga á að gefa Skjá einum pening þá getur þú annaðhvort hringt í síma 907-4290.
Reikningsnúmer 1135-26-3472
Kennitala 640593-2029
Vefslóð www.s1.is
“There is no need for torture, hell is other people.”