Þannig er mál með vexti að ég vinn við afgreiðslu í matvörubúð. Það koma rosalega mikið af nýbúum að versla hjá mér. Fulltaf tælendingum og þess háttar. Í fyrstu var ég ekkert rosalega hress þar sem ég hef ekkert sérlega verið að fíla alla þessa nýbúa.. Hef flokkað þá alla undir sama hatt. “Ótalandi hrísgrjónaætur” bara.
En ég hef rosalega mikið tekið eftir muninum á þeim og þessum “hreinræktuðu” íslendingum okkar. Tælendingarnir eru svo muuun kurteisari að hálfa væri nóg. Þótt þau kunni kanski ekki alveg íslenskuna uppá 10 þá reyna þau alveg rosalega að gera sig skiljanleg flest.
Tökum krakkana sem dæmi: íslensku krakkarnir koma í búðina á línuskautum og hjólabrettum til þess eins að leika sér og fara í taugarnar á afgreiðslufólkinu og bíða eftir að þau verði rekin út. Svo nota þau hvert tækifæri til þess að koma aftur inn og endurtaka leikinn! (ég er ekki að segja að allir íslensku krakkarnir séu svona samt.. en það er alltof mikið af þeim)
Á meðan tælensku krakkarnir koma í búðina og eru bara kurteisin uppmáluð.. Hjá þeim fær maður að heyra orð eins og “Takk” “Nei Takk” og “Góðan daginn/kvöldið” En það er mjög sjaldgæft að heyra þessa íslensku segja þetta.