Ég frétti það áðan að það hefði verið sprengjuhótun eða eitthvað þannig á Bretlandi. Allir muna eftir þegar einhverjir strætóar voru sprengdir upp (eða e-ð þannig, skiptir ekki máli hvað það var) og einhverjir bretar dóu. Alveg hræðilegt! Svo var það hin eftirminnilega árás á Twin Towers sem heimurinn er ennþá að syrgja …

Ég var að rifja þetta upp áðan og fór að pæla í einu. Af hverju er þetta svona hræðilegt. Maður heyrir á hverjum degi um stríðið í Líbanon og Ísrael, ég man líka eftir stríðum í Írak, Íran og Afganistan, einu sinni voru það júgóslavíulöndin og víetnam og það eru örugglega fleiri lönd sem ég er að gleyma. Hugsið ykkur hvað mörg saklaus börn hafa dáið í þessu. Ennþá er hægt að sjá ummerki stríðsins í júgóslavíu og ennþá er verið að byggja upp það sem var skemmt.

Af hverju koma þá fréttir um að það sé yfirvofandi sprengjuárás á Bretlandi þegar 10 börn frá Beirút eru að deyja einmitt núna? Af hverju komu fréttir um 3 Bandaríkjamenn sem voru drepnir í Írak þegar þeir voru búnir að drepa fullt af saklausu fólki og börnum. Er það þannig að þetta fólk skiptir ekki máli fyrir okkur. Mega þau ekki alveg eins lifa eins og við? Eru bandarískir hermenn eitthvað merkilegri þegar þeir eru búnir að drepa saklaust fólk? Af hverju eru hermenn hetjur þegar þeir ráðast inn í lönd og drepa fullt af fólki en hryðjuverkamenn eru hræðilegir morðingjar því þeir náðu að drepa 10 Breta.

Morð er morð. Líf er líf. Barn er barn. Það ætti ekki að skipta nokkru máli hvaðan maður er, það eiga allir rétt á því að lifa.

Ég hef heyrt þá afsökun á þessu að Bandaríkjamenn hafi verið að frelsa Írakska fólkið. Líf þess var kannski ekki gott, en það er allavega skárra að eiga líf heldur en að vera drepinn fyrir ekki neitt. Stríð gerir aldrei neitt jákvætt. Ég heyrði einu sinni mjög góða tilvitnun, ég veit ekki frá hverjum, en þetta er svo satt.


Fighting for peace is like fucking for virginity


Endilega segið ykkar skoðun.
Fyrirgefið ef ég er með einhverjar staðreyndir vitlausar, nennti ekki að leita að neinu um þetta og það skiptir ekki máli.