Ég hef undan farin ár gert mér svona til gamans að kaupa alltaf Vikuna þegar þeir gefa út blaðið með Völvunni.. þ.e. 1 tölublað hvers árs.
Fljótlega eftir að ég heyrði um þessa hörmulegu atburði í USA þá rifjaðist upp fyrir mér að ég hefði lesið einhverstaðar að þetta yrði ekki gott ár fyrir USA og tók mig til í dag og leitaði að þessu blaði frá því 2 jan 2001, þar fann ég eftirfarandi :

“ Árið 2001 verður erfitt ár í Bandaríkjunum fyrir margra hluta sakir. Það mun ekki ríkja friður um forsetaembættið, þrátt fyrir að Bush hafi sest í forsetastól, og þær öldur lægir ekki á þessu ári. Bush mun fá á sig mikla og harða gagngrýni, m.a. vegna mistaka og öll umræða um hann verður mjög neikvæð. Efnahagsmálin verða erfið og spilling eykst og það sama má segja um kynþáttahatur. Mikil og hávær umræða verður um dauðarefsingar og það má líkja þeirri umræðu við stríð í þjóðfélaginu, svo hörð verður hún. Þetta mun verða <b>mikið hamfarar ár </b> í bandaríkjunum og þar munu bæði verða mikil flóð og miklir brunar.” og svo kemur eitthvað dótarí um Clinton & co.

en allavegana þá er eiginlega allt þetta búið að koma fram það sem af er ársins…


kveðja
*krúsídúllan*