Eftir atburðir gærdagsins eru margar spurningar ósvaraðar. Ætla Bandaríkin að hefna sín strax eða bíða enn frekar og meta stöðuna? Margir vilja segja að Osama bin Ladin sé sökudólgurinn í þessu hræðilegu ódæðisverki. Hann sjálfur hefur verið á lista hjá FBI í nokkur ár sem hryðjuverkamaður. Margir heimta blóð hans og hjá öllum fylgjendum hans liti jörðina. Það gleymist þó eitt, það var um 1985-89, en Bandaríkjastjórn studdi Afghanistan og þar á meðal bin Landen, alveg eins og þeir studdu Kastró á sínum tíma. Þeir töldu hann vera bandamann sinn, en eins og allir vita er hann í heilögu stríði við Bandaríkin núna. Það er nokkuð ljóst að með þessu hafa Bandaríkin skotið sig í fótinn. Á sínum tíma virtist þetta vera sniðugt, og að sjálfsögðu átti þetta að að vera til góðs, en allt annað hefur komið í ljós.
Hann sjálfur neitar öllum ásökum, samt sem áður tel ég að hans dagar á jörðinni verða ekki mikið fleiri. Í fyrsta lagi hefur hann nokkurn veginn viðurkennt að hafa staðið bakvið við fyrri áras þ.a.m í Súdan og í World Trade Center þegar það var og hét. Það skiptir í raun engu máli hvort hann gerði það eður ei. Það eru það margir í Ameríku sem heimta það að hann verði látinn svara til saka, sem þýðir í raun einfaldlega myrtur. Eitt fannst mér þó skrýtið, sumir hérna hafa verið að lýsa því yfir að það sé útilokað að Oslama bin Ladin sé viðráðinn þessu. Það finnst mér vera fásinna. Þessi maður er auðkýfingur og auk þess bókstafstrúar maður sem svífst einskis fyrir málstað sinn. Að sjálfsögðu viðurkennir hann ekki þennan atburð, þessi maður er haldinn miklumennskabrjálæði, hann telur sjálfan sig vera sjálfskipaðan krossfara fyrir Allah. Mig finnst þó að margir eigi að vara sig á þig að stimpla alla araba eða múslima sem hryðjuverkamenn. Það eru til öfgar í öllum þjóðfélagum, það eru ekki bara að finna í islamstrú. Það er fáfræði, biturleiki og heift sem elur af sér kynþáttahyggju. Þessi atburður er hrikalegur , en við skulum ekki gleyma því að um allan heim er fólk að svelta, að deyja og í stríði. Ef 50.000 þúsund manns hefði dáið í gær í Asíu eða Afríku, þá efast ég um að það væri svona fréttanæmt. Ég er ekki að afsaka þessa áras eða reyna réttlæta hana. Þessi áras er viðbjóðsleg, það er engan veginn hægt að ímynda sér þennan hrylling sem átti sér stað. Fólk var stökkvandi út úr gluggum og lík voru líka að detta niður á jörðu. Auk þess er um 300 manns sem voru við björgunaraðgerðir sem eru talin af.
Eftir þetta verður án vafa aðgerðir bakvið tjöldin um að tortíma hryðjuverkasamtök. Bandaríkin munu setja gríðarlegt fjármagn í þetta. Þrátt fyrir að þessi samtök séu vel skipulögð, það skiptir engu máli eftir þessa atburði. Leyniþjónustan(CIA), sérsveitir þ.a.m Navy Seals og
aðrir eru að fara í krossferð, þetta verður eins og nútímaútgáfu af Krossferðunum. Það er augljóst mál að mun fleiri verða drepnir. Þessir atburður á eftir að gríðarlega afleiðingar, hvort það verði í sviðsljóssinu eða ekki. Það er þó eitt sem ég bíð eftir og trúi muni gerist á næsta leyti, það líður senn af því að eitthvað hræðilegt gerist í Israel. Einhvern veginn hugsa ég að Palestínumenn muni bíta í það súra epli að fá aldrei sjálfstæði. Ég ætla að rétt að vona þetta sé bara einungis svartýni hjá mér.
Through me is the way to the sorrowful city.