Við höfum eflaust flest heyrt um árásina á Bandaríkin í dag, en hafiði eitthvað velt fyrir ykkur afleiðingunum af þessu?

Flestir fara eflaust að hugsa um hefnd, hvernig munu Bandaríkin hefna sín, hvað munu þau gera? Er 3. heimstyrjöldin á næsta leyti???

En hafiði hugsað út í hagkerfið, ég heyrði að gengi dollarsins hefði byrjað að falla og að þeir hefðu lokað öllum fjármálastofnunum.
- svo hann fellur á morgun.
Gengi dollarsins er metinn miðað við “consumer confidence” og það hefur verið illa hrist uppí því í dag, ég fæ ekki séð fyrir mér að hinn almenni Bandaríkjamaður séu mikið að velta húsakaupum fyrir sér í dag. Menn eru hræddir og það er vel skiljanlegt.

En hvað verður um efnahagskerfi heimsins ef stærsta hagkerfi heims fellur, við erum að tala um að Bandaríkin, sem halda í rauninni uppi öllu hagkerfi heims, séu á niðurleið.
Og hvað myndi það þýða? Það yrði alheimskreppa, ekkert minna.


Hafið þið velt því fyrir ykkur???

Tezla
-með skoðun á hlutunum