Hér fyrir neðan ætla ég að koma með smá kenningu, og gæti ég vel þegið gagnrýni sem og stuðning við hana.

Kínverjar hafa margoft sagt opinberlega að þeir ætli sér að verða
heimsveldi, og hafa lýst því opinberlega yfir að Bandaríkin séu þeirra stærsti óvinur.

Hugsanlegt gæti talist að Kína hafi staðið fyrir hryðjuverkárás þeirri, er send var gegn Bandaríkjunum, með beinum hætti eða óbeinum.

Þá er ég að meina með fjárstyrk, vopnum, mannafla eða einhverju öðru, t.d. samböndum og fleira.

Hugsanlegt er að Kína hafi fjármagnað eða stutt við einhvern hryðjuverkahópinn, með beinum hætti eða óbeinum.

Til stuðnings við kenningu þessari vill ég draga fram þá staðreynd að Kínverjar fá tækifæri til að koma sér fyrir í efnahag vesturlanda og Bandaríkjanna meðan á þessum “blackout” tíma sem spáð hefur verið vegna eyðileggingu WTC turnanna.

Ennfremur dreg ég fram þá staðreynd að hugsanlega hafi flugvélin sem fór á Pentagonið vitað hvar mikilvægir hernaðarforingjar og hernaðarráð hafa verið staðsett, og þar með veikt stjórn bandaríska hersins verulega.

Að auki bendi ég á þá staðreynd að Bandaríkjamenn hafa þurft að loka gríðarlega mörgum skrifstofum og lokað mörgum byggingum, vegna hættu um hryðjuverk.

Að lokum bendi ég á þá staðreynd að bandaríski dollarinn hefur veikst verulega eftir að atburðurinn gerðist(7% sá ég einhversstaðar).

Þetta eru bara stærstu dæmin sem mér dettur í hug, og mögulega koma fleiri fram er líða tekur á mánuðinn, eða einfaldlega að eitthvað gerist sem útilokar þessa kenningu mína algjörlega.


Jæja, þá líkur samsærisbrjálæðingurinn hann ég máli sínu, og bíð ég eftir einhverju til að loka á þessa kenningu mína.

Hvað sem öðru líður, þá megi guð fyrirgefa þeim sem stóð á bakvið þennan hræðilega atburð, því það mun ég sannarlega aldrei gera.

Kær Kveðja til ykkar huganotenda, og samúðaróskir til bandarísku

þjóðarinnar:

Atlas
<img src="