Nú stendur yfir og er rétt að ljúka ráðstefnu Sameinuðuþjóðanna í S-Afríku um kynþáttamisréttindi. Það sem vekur hvað mesta athygli er afstaða Bandaríkjanna. Þetta ríki, sem hefur gefið sig út fyrir að vera mesta mannréttinda ríki veraldar, hefur nú sýnt sitt rétta andlit grímulaust. USA hefur fram að þessu gagnrýnt réttilega ríki víða um heim, þar sem hallað hefur á mannréttindi og beitt þau viðskiptaþvingunum eða öðrum þvingunum til að knýja á um stefnubreytingu í mannréttingamálum. En nú þegar þeirra bandalags ríki í miðausturlöndum, Ísrael, átti yfir höfði sér bókun á ráðstefnunni um mannréttindabrot gegn Palestíníumönnum, þá kom annað hljóð í strokkinn og öllu var pakkað saman og farið heim. Því það mátti ekki verða skráð að í Ísrael væri eitthvað gruggugt að gerast. Þvílík hræsni og tvískinnungur. Skyldi sami háttur hafa verið hafður á, af hálfu USA, ef það hefði verið N-Kórea sem hefði átt þessa bókun yfir höfði sér, eða eitthvert annað ríki, sem ekki er undir verndarvæng þeirra??
Svari nú hver fyrir sig!