Ég ætla að byrja pistillinn á að vísa í frétt sem mbl.is birti í kjölfar atburðarins sem ég mun styðjast við. http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1206129

Fyrir þá sem ekki vita um hvað málið snýst þá var hátt settur leiðtogi al-Qaeda feldur í loftárásum vesturvelda miðvikudaginn 7. júní síðastliðin. Al-Zarqawi féll í sameiginlegri árás Bandaríkjamanna og Jórdana http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1206145 Takið eftir hvað þessu er lýst sem miklum gleðiatburði og er þessi jórdaníski embættismaður sem vísað er til í sífellu í fréttinni eiginlega að lofa dansi á rósum það sem eftir er. En takið sérstaklega eftir hvað hann segir í lok fréttarinnar „Þetta er vísbending til þeirra, sem kjósa leið ofbeldisins, um að þeir ættu að breyta háttum sínum vilji þeir halda lífi. Ég þakka hersveitum okkar, lögreglu og alþjóðahernum fyrir það starf sem unnið er við að bæla hryðjuverkamennina niður “ Sjáið hvað hann er í mikilli mótsögn við sjálfan sig þar sem al-Zarqawi var feldur með leiðum ofbeldisins.
Og eitt enn. Þessir 8-10 félagar al-Zarqawi voru víst tveir karlmenn tvær konur og kornungar stúlkur skv. annari frétt á mbl.is.

Það sem vakti furðu mína þegar ég heyrði tíðindin voru þau að al-Zarqawi hefði verið felldur með loftárás. Sem sagt notuðu Bandaríkin margmilljónakrónu sprengju sem þeir vörpuðu úr margmiljónkrónu stríðsmaskínu til að fella aumkunarverðan hryðjuverkamann. Setjum dæmið aðeins upp. Bandaríski herinn fær upplýsingar um hvar al Zaqawi dvelur, ber tíðindinn til flugmans sem hoppar upp í næstu herþotu, herþotan er hlaðin bensíni (sem Bandaríkjamenn hafa barist svo grimt fyrir að undanförnu) og vopnum (sem gerð voru úr áli sem Alcoa reddaði þeim), flugmaskínan flýgur á áfangastaðinn, sem er íbúðahús rétt norður af Baghdad í þetta sinn, og varpar sprengjunni á húsið. Þetta er aðferðin sem notuð er til að granda hátt settum hryðjuverkamönnum í dag. Og munið „ Þetta er vísbending til þeirra, sem kjósa leið ofbeldisins, um að þeir ættu að breyta háttum sínum vilji þeir halda lífi.“

Þeir sem sagt nota hryðjuverk til að berjast gegn hryðjuverkum. Fight fire with fire. Fólk segir að þetta sé eina leiðin. Ég skil ekki hvers vegna þeir notuðu sprengjuárás til að granda einum aumkunarverðum manni. Kannski er það eins og Andri Snær sagði í Draumalandinu að á meðan það eru til sprengjur verður að nota þær. Ég veit það ekki en herinn vissa af manninu. Þeir hefðu þess vegna getað farið þangað sem þeir vissu að hann væri með sérsveit sem myndi banka á dyrnar eða brjótast inn og handtaka manninn. Munið þið hvernig Saddam gafst upp bara sí svona.
„Baráttan gegn hryðjuverkum er hættuleg truflun og stendur í vegi fyrir því að alþjóðasamfélagið bregðist á árangursríkan hátt við því sem sennilega mun skapa flest átök framtíðarinnar,” segir m.a. í skýrslu nefndar sem ransakaði afleyðingar baráttunnar gegn hryðjuverkum http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1206916.

Núna þegar al-Zarqawi hefur verið myrtur hóta öfgasinnaðir baráttumenn því að þeir muni beita hefndarásum í Írak. Bandamenn segja: „Ef þið drepið okkur þá drepum við ykkur.“ Á móti segja öfgasinnaðir baráttumenn: „Já, en ef þið drepið okkur þá drepum við ykkur.“ Sér enginn krakka að leika sér í sandkassa hérna? Meira að segja, hver er ég að kalla Bandaríkjamenn Bandaríkjamenn og öfgasinnaða baráttumenn öfgasinnaða baráttumenn. Báðir aðillar eru öfgasinnaðir baráttumenn, ég meina bara öfgasinnaðir baráttumenn beita loftárásum til að taka hátt settan mann andstæðingana úr umferð.

Á næstu dögum fáum við að sjá afleiðingar þess að al-Zarqawi hafi verið felldur en ekki handtekinn. Við munum mjög líklega sjá hryðjuverkamenn sprengja bílasprengjur á sendiráð eða lögreglustöðvar í Írak og Afganistan, sennilega öðrum löndum líka. Við munum í stuttu máli sagt sjá mikið af blóði saklausra manna verða úthellt. Margt fólk sem lifir lífinu eins og við verða hamlað frá því að lifa, gera það sem það gerir dagsdaglega, hamlað frá því að leika sér við börnin sín eða hlusta á Antony and the Johnsons í útvarpina vegna þess að það er of upptekið að verða drepið af hryðjuverkamönnum. Hryðjuverkamönnum sem eru þarna vegna þess að Bandríkjamenn skapa grundvöll til hryjuverka með þessari heimsvaldastefnu sinni.

Í Afganistan voru konur kúgaðar og saklaust fólk tekið af lífi sökum lélegra stjórnar talíbanana. Eina leiðin til að breyta því var að varpa talíbönunum af stóli með bombum sem varpað var úr hátækni-stríðsmaskínum, með tilheyrandi dauða margra manna, og kvenna….. og… og barna sem eitt höfðu unnið sér til saka að hafa fæðst í Aganistan. Í Írak var uhhh… vondur… uhh.. Já í Írak var, já vondur maður einræðisherra sem þarf að varpa af stóli. Og eina leiðin til þess er að varpa talíbönunum af stóli með bombum sem varpað er úr hátækni-stríðsmaskínum, með tilheyrandi dauða margra manna, og kvenna….. og… og barna sem eitt hafa unnið sér til saka að vera fædd í Írak.

Erum við hérna sem höfum það svo gott í vesturveldunum ekki að beita öðrum aðferðum í baráttunni gegn hryðjuverkum. Ókey, hryðjuverk eru vandamál. Hvað getum við gert? Eigum bið að skjóta tré illskunar með skammbyssu? Eða eigum við að taka á rót vandans? Könnum aðeins rótina. Hvers vegna eru hryðjuverk gerð? „Það veit ég ekki,“ segir Bush „sprengjum bara alla mögulega hryðjuverk og þá er vandinn úr sögunni.“ Afleiðingar þessa skoðunar er að í kjölfar sprengjuárása á al-Zarqawi mun hundruð deyja í hermdarárásum hryðjuverkamanna, en ef hann hefði verið handtekinn hefðu hryðjuverkamenn beitt orkunni sinni í að reyna að fá hann lausan. Það myndu þeir gera með pólitískum aðgerðum sem flest þekkist hérlendis, sem sagt mútum, spillingu og pólitískum rökræðum (allir vita hvernig þær eiga sér stað). Hugsanlegt er að hryðjuverkamenn myndu taka gísla, sem er þeirra leið í að taka fanga, en munum að á meðan við notum bombur og byssur til að hamja það ófremdarástand sem er í mið-austurlöndum munu alltaf verða mannfórnir. Þessar mannfórnir myndu líklega hverfa ef baráttan hefði verðið háð með aðstoðum sem myndu bæta það ástand sem grundvöluðu hryðjuverk, t.d. fjárhagsstyrkjum sem bæta myndi menntakerfið (Ég veit, vesturveldin gáfu Afgönum einn fótboltavöll til að bæta úr þeirri eymd sem þar ríkti og talíbanarnir notuðu hann sem aftökustað), þeir gætu líka notað diplómatískar aðferðir til að hrekja menn úr valdastólum.
Ef þeir segast hafa reynt það, þá eru þetta aðferðirnar sem þeir nota
Bush segir Írani hafa vikur en ekki mánuði til að forðast aðgerðir SÞ http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1206555

Hafið þið gleymt því að Bush vill líka ráðast á Íran? Dæmigerður Bush gerir öllum ómögulegt að semja með því að gera þann tíma sem fer í að reyna diplómatískar aðferðir eins mikið og hann mögulega getur. Munið þið ekki eftir sönnunargögnunum fyrir gjöreyðingarvopnunum í Írak. Þau voru bara leið til að stytta tíman og gera aðillum sameinuðu þjóðana erfitt fyrir að finna aðrar úrlausir en stríð.

Bush og hans ríkisstjórn reynir allar aðferðir til að réttlæta árásir og aðgerðir sem stuðla að því að Bandaríkin muni senda drápsveitir sínar til framandi landa. Þessar aðferð sem hann og hans menn í utanríkisstjórn sinni, sem Condolizza Rice er í forsvari fyrir, nota eru mjög þekktar og oft notaðar af okkar ríkisstjórn. Aðferðirnar eru beinast að því að hagræða umræðunni þannig að hún beinist í einn farveg. Mjög gott er að finna einhvern óvin og mála hann svakalega hættulegan, íslenskt dæmi er verðbólgan og lausnin sem ríkisstjórnin lofar eru stóriðjur, í Bandríkjunum er óvinurinn hryðjuverkamenn og lausnin stríð. Svo er bara að gera óvinin nógu andskoti hættulegan og hraða þeim umræðum sem líklegt er að tapist og þá eru þau á grænni grein. Bandaríkjaher segir sjálfsmorð fanga í Guantánamo hernaðaraðgerð http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1206715

Fattiði? Herforininn í þessari frétt beindi umræðunni frá röngum farveg sem virtist vera slæmur aðbúnaður Guantánamó í þann farveg sem gerir fangana ósvífna hryðjuverkamenn sem svífast enskis í baráttunni sinn gegn vesturveldum.

En hvers vegan eru þessir menn að berjast svona hart með því að eyða milljörðum í stríð sem er grundvallað á röngum forsendum, þeir hafa sagt það að gjöreyðingavopnin séu misskilningur. Hvað er þá málið? Af hverju eru þeir enn að eyða peningum í þetta? Ég hef ekki hugmynd. Heyrst hafa kenningar að Bandaríkjamenn séu að reyna að hasla sér völl í mið-austurlöndum til að geta reytt sig á þaug þegar olíuskorturinn verður meiri en hann er núna.

Ég veit ekki ástæðuna, en spurjum okkur að þessu: Hver sem ástæðan er, eru ekki til aðrar lausnir en stíð?
Hvað þurfa margir að deyja fyrir olíu?

Friður fyrir alla!!!

Ps. Pistillinn átti ekki að vera svona langur, en ég hafði svo margt að segja og hefði getað sagt tugþúsund orð í viðbót en samt ekki komið öllu til skila sem mig langaði.