Hafið þið tekið eftir tískunni í auglýsingunum undnfarið ? Ég er að tala um fíflið sem virðist vera allstaðar, þennan sem er alltaf eins og asni, hálfviti og trúður. Þetta er ekki alveg nýtt, sást t.d. í umferðarauglýsingunum þar sem karlar voru sýndir fara óvarlega með börn og svo er þetta líka í Lottó auglýsingunum sem mér finnst annars nokkuð góðar.

En ég tók nú síðast vel eftir þessu í auglýsingum Verslunarmannafélags Reykjavíkur, finnst þetta fara aðeins út í öfgar þar. Ég tek þetta kannski aðeins nærri mér þar sem fíflið í auglýsinguni á í raun að vera ég, þ.e. viðskiptavinur með þennan ósýnilega bakhjarl með sér í öllu. Mér finnst nokkuð sérstakt þegar viðskiptavinur fyrirtækis er sýndur sem fáviti sem hinir í fjölskyldunni horfa á í forundran, ég er ekki alveg sáttu við þetta og fer að hugsa um aðra mögleika með mitt eftirlaunafé.

Það eru aðrar svipaðar auglýsungar í gangi,t.d. held ég frá Byko eða svipuðu, en formúlan er sú sama; heimskur heimilisfaðir sem gerir sig að fífli á e.h. hátt.

Það er athyglivert að skoða að hverjum þessar auglýsingar eru í raun beint að, þá á ég við að í þessum aulýsingum eru eiginkonurnar alltaf huggulegar venjulegar og horfa á þennan hálfvita (sem þær eru samt með, af hverju ?) og eins og hálf skammast sýn fyrir hann. Mér er spurn, eru þetta enn einar auglýsingarnar sem er beint að konum (jafnvel einstæðum ?) til að þeim líði betur með sig og sitt ? Til að þær geti glaðst yfir hvítvínsglösunum og hlegið að fíflunum ?

En auðvitað eru það karlpungar sem stjórna þessum auglýsingastofum og fyrirtækunum sem þau vinna fyrir, þetta er jú allt um peninga.