Á morgun er stóra stundin. Þá kemur í ljós hvort Íslendingar geta lagst lægra en þeir hafa nú þegar. Vitaskuld er ég að tala um en eitt álverið, í þetta sinn í Helguvík.

Á Vísi.is segir: „Meginlínur orkusamnings vegna álvers í Helguvík liggja nú fyrir og verður rammasamkomulag undirritað í fyrramálið milli Norðuráls, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja. Gert er ráð fyrir að álverið taki til starfa árið 2010 og framkvæmdir hefjist síðla næsta árs.“

Eins og þið hafið væntanlega tekið eftir með yfirlestur á þessum inngangi þá er ég á móti stóryðjustefnunu ríkisins. En hvers vegna? Hvað er það sem lætur meginþorra ungs fólks á landinu með skoðanir vera á móti álverum? Það að fólk skuli vera að fá vinnu?
Fyrir mitt leiti veit ég ekki hvar á að byrja rökstuðning minn fyrir því hvers vegna álver sé það slæmt fyrir þjóðarbúið að ég taki mér tíma til að tjá mig um það hér. Það er búið að rökstyðja sömu hlutina fram og aftur í gegnum tíðina með þeim afleiðingum að þegar maður færir viss rök fyrir máli sínu er það farið að hljóma sem klisja.
Ég til dæmis er á því að atvinnuleysi sé ekki nægilega góð ástæða til að byggja álver í Helguvík. Ég á nefninlega erfitt með að sjá atvinnuleysi á Suðurnesjunum, þvert á móti er þennsla, og hvað varðar mína vittneskju vissi ég ekki að stóriðjuframkvæmdir myndu slá á þennslu á atvinnumarkaðinum. Og ekki blanda Kananum inn í þetta því það líða fjögur ár milli þess sem hann hverfur þar til álverið getur tekið til starfa. Þar að auki tel ég miklar líkur á að það verði alltaf einhver starfsemi á því svæði sem Kanin skilur eftir sig á meðan aðstaðan er þarna.

En eitthvað hlýtur það að vera sem stjórnvöld sjá við álverið í Helguvík sem gerir það að verkum að þau vinda sér í þessi herlegheit. Ég ætla að setja fram samsæriskeningu.
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1204963
„Vangaveltur um að fyrirtæki undirbúi yfirtökutilboð í Alcan“
Hver veit nema að Bakkavör Group eða Samherji hf. ýhugi að kaupa meirihluta í BHP Billiton Ltd. og Rio Tinto PLC og eignast þar af leiðandi Alcan. Og fyrst Alcan er að æxla sér meiri og meiri völd á frónni þá verður eftirleikur ríkisbubbanna okkar pís of keik. Volla og Bakkabræður eru orðnir einræðisherrar landsins.

Nei, í alvöru talað. Hvers vegna eru stjórnvöld að leggja svona mikið úr stóriðju? http://www.nyherji.is/frettir/nr/961 Eve-online slær öll met. Í mogganum í dag stóð að hann væri á leiðinni til Kína.
Þrátt fyrir þessa velgengni og ekkert nema góða umfjöllun á hátækniiðnaðurinn undir högg að sækja. Störf flytjast úr landi og iðnaðurinn viriðst ómögulegt að koma sér á skrið. Þetta vilja stjórnvöld. Þau kjósa að bjóða hingað fyrirtækjum sem menga, eyðileggja og sanka að sér slæmu umtali í stað fyrirtækja sem koma góðu orði á sig með því að stuðla að skemmtun, menningu, framþróun o.s.frv.
Það má vera að stjórnvöld séu að þessu því fólkið í landinu vill þetta. Góður punktur, skoðanakannanir sýna að fólk virðist vilja stóriðju í sinn heimabæ. Oftast nær er meirihlutinn með álveri, eða ég hef allavega ekki séð neina slíka sem segir annað. En hefur einhver pælt í því að fólk kjósi stóriðju vegna þess að stjórnvöld kjósa hana, kannski ekki nema ómeðvitað. Svoldið langsótt ástæða reyndar þó svo að félagsleg sálfræði sé að mínu mati ástæðan fyrir flestum ákvöðum og skoðunum ómeðvitaðs fólks.
En ég held að ástæðan sé önnur. Ég hef tekið eftir því að lang flest ungt fólk sem ég tala við er sterklega á móti fleiri mengandi stóriðjum. Rökin: „Leggja orkuna frekar í eitthvað uppingjandi eins og vetni, nota peningana frekar í menntun og hátækni, leggja frekar áherslur á lítil og meðalstór fyrirtæki, einbeita sér frekar að endurbyggingu sjávarútvegs í hverfandi byggðarlögum, mengandi stóriðja hefur neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn og betra er að láta framtíðina hvíla á fjölbreyttu atvinnulífi.“ Hinir eldri taka hins vegar afstöðu með stóriðju vegna þess að þau halda að þetta sé besta leiðin til að fá atvinnu fyrir fólkið í landinu.

Annars þá hef ég ekki við miklu meira að bæta, ef þið trúið mér ekki enn ráðlegg ég ykkur að lesa Draumalandið eftir Andra Snæ þar sem hann útskýrir það sem útskýra þarf. Og ef þið eruð enn efins, http://www.lv.is/newsItem.asp?catID=109&ArtId=884 og andsvarið: http://www.bokmenntir.is/default.asp?cat_id=689

Það má svo bæta við að ég átti leið um Keflavík um daginn og ákvað að rúnta aðeins framhjá Helguvík í leiðinni. Blíðviðri var mikið svo allar rúður voru niðri og lúgan opinn, en við Helguvík var þetta þvílika mengunarský sem gaf mér sviða í augun og skapaði þessa viðurstyggilegu íldulykt í bílnum. Þarna vill fólk fá álver.

Nei!!!! Mótmælum. [X] við [ekki álver í Helguvík]