Jahérna, aldeilis. Nú er sko bensínið byrjað að hækka fyrir alvöru. Við erum að sjá 3-4-5 kr. hækkarnir á lítranum í apríl, og það er aðeins byrjunin.

Olían á heimsmarkaði er að hækka upp úr öllu valdi vegna Írans, sumar að koma í bandaríkjunum og ferðalög að hefjast. Svo má ekki gleyma fellibylunum seinna í sumar.

Krónan að hrynja, verðbólgan að rísa, olían að hækka… allt virðist styðja þær spár mínar að bensínlítrinn eigi eftir að ná 200 kr. markinu á þessum áratug.

Hef ég skrifað margar greinar um endalok olíunnar, sem fjalla um margar ástæður þess að mannkynið þurfi að hverfa frá notkun olíunnar mjög fljótlega.

Sjá mínar fyrri greinar:
http://www.hugi.is/deiglan/articles.php?page=view&contentId=2504211
http://www.hugi.is/deiglan/articles.php?page=view&contentId=1739476
http://www.hugi.is/deiglan/articles.php?page=view&contentId=885258


Það sem margir virðast ekki hafa áttað sig á síðustu ár er að gengið krónunnar hefur verið gríðarlega sterkt, og þó að verðið á bensíni hafi hækkað mikið síðustu 6 ár (þegar það var í 65-70 kr. per lítra) þá hefur það verið mjög lágt miðað við það sem það ætti að vera miðað við gengi krónunnar 2002.

- Árið 2000 kostaði dollar um 80 kr. og bensínlítrinn um 65 kr.
- Árið 2002 kostaði dollar um 120 kr. og bensínlítrinn um 90 kr.
- Árið 2005 kostaði dollar um 60 kr. og bensínlítrinn um 110 kr.
- Árið 2006 kostar dollar um 75 kr. bensínlítrinn um 130 kr. (NÚ ÞEGAR!)

Er einhver að sjá mynstur hérna?

Ef það er eitthvað sem við íslendingar vitum þá er það að verðið á bensín lækkar aldrei eftir að það hefur hækkað, og þegar krónan veikist þá hækkar allt í verði, en þegar hún styrkist þá lækkar ekkert í verði.

Þessvegna munum við fyrir áramótin 2006-2007 sjá að bensínlítrinn eigi eftir að kosta um 140-150 kr. sem er 230% meira en hann kostaði árið 1999.

Lítið þýðir fyrir ríkið að koma til hjálpar og lækka álögur og skatta, því einsog fyrri dæmi hafa sýnt þá er það bara frestun á vandamálinu. Það er einsog að stinga korktafla í stíflu sem er bara tímaspursmál hvenær bresti.

Krónan mun veikjast meira, verðbólgan mun verða meira áberandi, og olían á heimsmarkaði á eftir að hækka meira. Allt mun þetta leiða til þess að árið 2010 eigi verð á bensínlítrann eftir að fara yfir 200 kr, jafnvel nálgast 300 kr. Það eru aðeins tæplega 4 ár í það, og fyrir 4 árum kostaði bensínlítrinn 70 kr, en kostar tvöfalt meira í dag. Þannig að tvöföldun á verði á 4 árum er alls ekki svo óraunsætt.Nú er ég byrjaður að taka hjólið mitt úr geymslu eftir veturinn. :) Njótið þess að eyð..keyra í sumar.