Gamla fólkið grætur og vill hafa það betra auk þess hágráta þeir sem sjá um gamla fólkið. Svo virðist sem laun þeirra sem vinna hjá sveitafélögum, sumum, og svo þeirra sem vinna hjá ríkinu við að sinna gamala liðinu séu mismunandi. Í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna er farið og tekin viðtöl við gamalmenni og aðstandendur þeirra sem allir eru sammál að það þurfi að gera þessu fólki betur og allir vilja hækka laun þessa stétta og bæta aðstöðu aldraðra. En hver á að borga? Eflaust skattgreiðendur en eins og venjulega þá erum við ekki spurðir.

Ég er þeirra skoðunar að á meðan í gildi eru kjarasamningar og forsendur þeirra standa, sem þær gera, á ekki að semja betur við þetta fólk. Þetta segi ég ekki af því mér sé eitthvað illa við starfsfólk þessa stétta heldur vegna þessa að aðrar stéttir munu fylgja í kjölfarið og hver vill óðaverðbólgu aftur, þar sem það var launafólk sem tapaði mestu. Í rauninni er er vandamálið kjarasamningar, við búum í kjarasamninga þjóðfélagi þar sem laun allra stétta eru bundin við kjarasamninga þó mismikið. Þeir sem vinna sem verktakar eða sambærileg störf þar sem menn rukka fyrir ákveðin verk eru bundnir lágmarkssamningum svo sem iðnaðarmenn, lögfræðingar, margir verkfræðingar og tæknimenn. Slíkir samningar gera það að verkum að iðnaðamaður svo sem málurum er óheimilt að taka minna fyrir verk sitt en ákveðna upphæð. Nú er auðvitað ekki mikið eftirlit með iðnaðarmönnum sem betur fer og því er ég nokkuð viss um að þeir vinni töluvert mikið svart undir og yfir þeim töxtum sem þeir hafa samið um.


Aðarar stéttir svo sem í þjónustugeiranum eða heilbrigðisgeiranum hafa kjarasamninga þar sem laun eru greidd eftir flokkum, er þá miðað við starfsaldur og aðra þætti en hjá einkafyrirtækjum er ekkert þak á slíkum samningi. Essó gæti, ef þeir vilja, borgað afgreiðslufólki sínu 400 þús á mánuði en ríkisfyrirtæki og sveitafélög eiga erfiðara með að stunda slíkt þó sumir kjarasamningar leyfi það auðvitað hjá hinu opinbera svo sem hjá læknum og ýmsum sérfræðistörfum á vegum hins opinbera.
Sértækir kjarasamningar svo sem samningur kennara eru einnig til þó sjaldan sjá til þeirra í dag. Kjarasamningur kennara er einstakur og á sér engan líka, hann er miðlægur og nær yfir alla kennara um allt land. Laun kennara eru þannig að þeir hækka bara í launum með lífaldri alveg sama hveru vel eða illa þeir standa sig í starfi. Reyndar hafa skólastjórara 6500 kr sem þeir meiga úthluta á mánuði til góðra kennara, úff þvílík upphæð hvað þá ef henni verður skipt milli tveggja eða fleirri góðra kennara????

Kjarasamningaþjóðfélagið er að vandamál láglaunastétta og í raun allra stétta, lögmál frjálsra samninga detta út, framboð og eftirspurn vega minna og hættan á ofmiklu launaskriði og verðbólgu er miklu meiri. Steinun Valdís hækkaði laun umfram það sem samið hafði verið um til að kaupa sér atkvæði í kosningabaráttu sinni við Dag og Stefán Jón, þetta gæti orðið dýrasta kosningabarátta í sögu landisns. Við erum strax farin að sjá afleiðingarnar þar sem stéttir sem ekki var samið við umfram, vilja hærri laun og þá étur verðbólgan upp þær hækkanir sem buddan í borgarstjórastólnum veitti í nafni jöfnuðar í atkvæðaveiðum sínum. Við eigum að geta samið sjálf um okkar eigin laun og ekki binda okkur í lögbundnum stéttum. Ég legg til að kjarasamnigar verið feldir úr gildi með tíð og tíma og menn taki upp frjálsa samninga.