Mig minnir að ég hafi sent inn álíka grein en ég man ekki hvort það var bara korkur þannig ég ætla að reyna að endurvekja umræðuna.

Vegna núverandi tískubylgju frelsis þá ákvað ég að segja “svörtu hliðina” sem er á frjálshyggju líkt og öðru. Einnig vil ég taka það fram að ég er ekki kommúnisti heldur frekar meiri frjálshyggjusinni en aðrir.

Alla vegana, þó að menn myndu fá ákveðinn hluta af tekjum sínum til baka sem annars færu í skatt (vibbí) þá er það ekki aðal atriðið að baki frjálshyggju. Hún byggist aðallega á eignarrétti. Í raun er hún engin frelsisstefna heldur er valdið að færast frá hópnum yfir á einstaklinga og félög.

Þetta sanna frjálshyggju menn sjálfir í dæminu sínu um kaffihúsa eigandann sem fær ekki að ráða því hvort reykt sé inni á hans eigin kaffihúsi af því að ríkið er búið að banna reykingar á almennum stöðum.

Boðskapurinn er að eigandinn eigi að setja þær reglur sem hann lystir á sinni eign eða nokkru því sem að hann á.

Nú, með auknum verðmætum sem verða til í þessu samfélagi og aukinni stéttarskiptingu. Þá verða sumir óumflýjanlega ríkari og valdameiri en hinir því þar sem þeir eiga meira hafa þeir fleiri hluti sem þeir geta sett þær reglur á sem þá lystir.

þegar menn fara svo að fjárfesta í landi og húsnæðum þá geta þeir sjálfir sett allsherjar reykingar bann á allar íbúðir, hús og götur sem þeir eiga og eru þá orðnir jafn slæmir og ríkið er í dag. þeir gætu jafn vel breytt umferðarlögum að vild af því þeir hafa frelsið til að fara með sínar eignir að vild.
Hugsið ykkur allar þær kjánalegu og asnalegu reglur sem ykkur dettur í hug því að þeir gætu sett þær.

Svar frelsismanna yrði þá líklegast: einstaklingar velja hvort þeir séu á þessu svæði eða ekki.

En hvað ef einstaklingurinn á heima á þessu svæði?
Hvað er að vitleysingurinn er arftaki snillings sem öllum líkaði við og foreldrar einstaklingsins treystu manninum og versluðu þess vegna í búðunum hans og seldu honum lóðina.

Mitt mat: Kerfið þarf að breytast, ekki falla niðu
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig