,,……einn Palestínumaður lést og tíu aðrið særðust þegar skriðdrekar og jarðýtur ísraelska hersins fór inn á svæði Palestínumanna á Gazaströndinni í nótt. Palestínskir byssumenn skutu á átt að hersveitum Ísraela er þær færðu sig nær…“

,,….alls hafa 720 manns látið lífið frá því að uppreisn Palestínumanna hófst í September…”

,,….átaka kom á milli albanskra uppreisnarmanna og makedónskra hermanna. Sjötugur albanskur maður lét lífið…“

,,….ég held að það sé óskhyggja að allt verði með kyrrum kjörum í kvöld…”

Á hverjum degi heyrum við fréttir frá átökum ýmsa þjóðarbrota í heiminum. Okkur býður við hrottaskappnum og viðbjóðnum sem við sjáum og heyrum. Við finnum til með saklausu fórnalömbunum og reiðumst vegna ranglætisins sem ríkir í þessum heimi. En oftar en ekki vitum við ekkert um hvað málið snýst og hvað er í raun að gerast. Við fáum bara nasasjón af því í fréttum og yfirleitt fer það inn um annað eyrað og út um hitt.

Ég er ein þeirra. Einu átökin sem ég skil eitthvað almennilega í eru átökin í Norður-Írlandi, einungis vegna þess að ég sá bíómynd um það! Og hvað er ég þá að skrifa grein um átök? Jú, ég las grein hérna á Hugi.is eftir zorglubb og fjallaði hún um átökin fyrir botn Miðjarðarhafs. Í grein hans segir meðal annars:,,…síðustu tíu mánuði hefur ástandið við botn Miðjarðarhafs verið næst stríði…" og svo les maður um það að einhver maður hótar að senda skriðdreka og jafna eitthvert svæði við jörðu og hugmyndafræði sem gengur út á það að útrýma óæðri minnihluta, sem virðist vera enn við lýði í dag. Þá fór ég að pæla, hvenær verður stríðsástand stríð? Hvar liggja mörkin? Hvernig skilgreinir maður stríð? Telst það ekki vera stríð þegar 720 manns hafa látist í uppreisn Palestínumanna eða þegar hinn almenni borgari hefur í raun ekkert öryggi fyrir því að hann verði ekki sprengdur í loft upp fari hann út að skemmta sér eða þegar Red Hot Chilli Peppers aflýsa tónleikum sínum vegna ástandsins í landinu?

Ég spyr aftur, hvenær verður stríðsástand stríð?