Þegar orðið “meðfædd” er notað til að réttlæta hluti.

Allt sem menn geta ekki útskýrt nú til dags, er leyst með því að segja að það sé meðfædd. Æska og uppeldi er eitthvað sem ekki er hægt að rannsaka, vegna þess að fólk fegrar fortíð sína, og mann ekki helminginn af því sem gerðist. Það hefur jafnvel verið haldið fram að glæpir geti tengst genum. Það er auðvitað fáranleg hugmynd, en maður getur ekki afsannað eitthvað, sem maður hefur ekki hundsvit á (DNA).

Ég á frænda sem er lesblindur, og mamma hans sagði alltaf að hann sé svo listræn út af því. Það er eins og lesblinda sé svo mikil fötlun í augum fólks, að fólk þarf að réttlæta tilvist viðkomandi, með því að velta sér upp úr því hvað drengurinn er góður í. (Ég er ekki að segja að lesblinda sé ekki meðfædd, bara svo að það sé á hreinu. Heldur er ég að sýna hvernig sumir bregðast við, þegar einstaklingur er ekki eins og aðrir)

Svona er þetta með margt annað, líkt og samkynhneigð. En hvað með tvíkynhneigð, eða fólk sem getur litið framhjá því að vera tottaðir af sama kyni? Er kynhneigð yfirhöfuð meðfædd, er það ekki bara almennt norm að við lítum á hitt kynið, til að við getum eignast afkomendur, og haldið mannkyninu gangandi?

Að halda því fram að maður sé með eitthvað meðfædd er öryggistilfinning, til fá aðra til að hætta áreita mann. Manni líður miklu betur, með að halda að eitthvað sé meðfædd, vegna þá þarf maður ekkert að gera í því, vegna þess að það væri tilgangslaust. Ef maður vill ekki trúa því, þá þarf maður að velta sér upp úr því, og finna réttlætingu fyrir því að vera ekki í “norminu”. Og jafnvel finna sökudólg fyrir því.

Það tók alla mína ævi, að verða sá sem ég er í dag. Auðvitað getur maður velt því fyrir sér hvort það var auðveldara fyrir mann að læra hluti, heldur en annað fólk. En maður vill frekar tengja það við aðstæður, en fæðingu. Það sem maður er að reyna segja er, að margt af því sem er haldið fram, er einungis vera að réttlæta eitthvað, sem ekki þykir vera “normal”!


…og hvað finnst ykkur?