Ég veit að þetta mál er pínu þreytt og allir orðnir pirraðir á umræðuni, en ég var að lesa yfir ræðu sem ég var að gera fyrra haust og langaði að deila henni með ykkur, vona að ykkur líki hún og ég vona að það séu engar rökleysur eða annað slíkt í henni. Njótið :)





Kæru samnemendur (hugarar í þessu tilviki).


Fyrir 30 árum mótmæltu fjöldi kvenna misrétti, þá var mikið mótmælt hinum kynbundna launamismuni, þá var sagt að konur þyrftu meira nám og þá myndi þetta lagast. Nú 30 árum síðar hafa konur farið eftir þeim orðum og í dag eru fleiri konur sem klára stúdentinn en karlar, afhverju eru launin þá ekki jöfn? Er það eitthvað sem réttlætir það að þau séu ekki orðin það, núna mörgum dögum, mánuðum og árum seinna? Er eitthvað sem réttlætir það að maður fái minni laun fyrir sömu vinnu og samstarfsmaður mans?


Það er tds. bláköld staðreynd að þegar borið er saman meðallaun karla og kvenna í fullu starfi hér á landi kemur í ljós að launamismunurinn er nær 40% og er yfirvinna þá yfirleitt ekki talin með. Það hafa margar rannsóknir verið gerðar til að finna út ástæðuna og oftar en ekki er niðurstaðan sú sama, konur eru með lægri laun einfaldlega vegna þess að þær eru konur, það er ekki flóknara en svo.


Það eru samt margar persónulegar skoðanir á þessu máli sem maður fær að heyra nánast daglega, sú algengasta er líklega sú að konur séu meira fyrir ,,Kellingastörfin”, þ.e.a.s störfin í þjónustu- og uppeldisgeiranum.


Það sem er líklega verst við þetta er að menn og konur sem hafa meiri áhuga á þessum illa launaða geira heldur en þeim betur launaða (sem yfirleitt eru ,,karlastörf") eru að hefja nám á einhverju sem þau hafa engan áhuga á, aðeins vegna peningana. Svo þegar þau minni launuðu kvarta vegna þess að vinnan þeirra er vanmetin er oftar en ekki spurt þau afhverju þau hafi þá ekki bara lært eitthvað starf sem er peninga mikið. En það er einmitt það sem er að gerast, viljum við vanhæft fólk til að sjá um okkur í skóla og á sjúkrahúsum, viljum við setja framtíð barnsins okkar í hendurnar á óhæfu fólki?
Viljum við setja tekjuhorfur framtíðarinnar okkar í hættu og fara að læra hjúkrunarfræðinginn?


Er menntun þess fólks sem velur störf með minni launum ómerkilegri? Afhverju er ekki hægt að viðurkenna þessi venjulegu ..kvennastörf” sem alvuru störf og borga þannig fyrir þau? Eru bílarnir farnir að verða mikilvægari en börnin?


Er virkilega hægt að réttlæta það að dóttir þín fái rúm 60% af launum framtíðar samstarfsmanns hennar? Og að móðir þín fái rúm 60% af launum samstarfsmans síns? Er hægt að réttlæta það að Þú fáir 60% af launum samstarfsaðila þíns? Það eru að sjálfsögðu sem betur fer ekki allar konur sem eru með 60% af launum samstarfsmans síns. Það eru auk þess líka til karlar með minni laun en konan á móti þeim við skrifborðið, það er heldur ekki neitt sem réttlætir það. En þegar yfir heildina er litið þá er 40% munur á milli kynjana einfaldlega altof mikið.


Ég var með strák í leikskóla, við gerðum allt það sama. Svo í grunnskóla lentum við saman í bekk og öll 10 árin vorum við með sömu kennara og í sömu valáföngum. Við útskrifuðumst úr grunnskóla með nákvæmlega sömu einkunnir á samræmdum prófum. Í fjölbraut fórum við í sama skóla, á sömu braut og sátum sömu tímana einkunnirnar voru þær sömu. Við útskrifuðumst úr fjölbraut með nákvæmlega sömu einkunnir. Í háskóla sóttum við sama skólann og sömu tímana, við útskrifuðumst þaðan á sama tíma með sömu einkunnir. Við lendum á sama vinnustað, fáum eins skrifstofu, fáum eins verkefni, vinnum þau eins og vinnutíminn er eins, á litlu starfsfyllerýi dregst tal okkar síðan að laununum, þá kemur í ljós að ég er með hvorki meira nér mynna en 75% af launum hans, hvað gerði ég rangt á leiðinni? Jú það sem ég gerði rangt var það að ég fæddist sem kvennmaður.


Á Íslandi í dag eru þau sem kljást við minni laun oftar en ekki ljóshærðir, feitir, lágvaxnir, fólk af erlendum uppruna eða konur. Rökin fyrir því eru einföld, ljóshærðir fá minni laun afþví að í nútíma samfélagi er gáfulegra að vera dökkhærður, feitir vegna þess að íþróttaútlitið er í tísku núna, lágvaxnir vegna þess að það er virðulegra að vera hávaxinn og fólk af erlendum uppruna einfaldlega vegna þess að það er ekki íslenskt og því allt í lægi að gefa þeim minni laun þar sem þau voru hvort sem er vön þeim, konur vegna þess að þær eru ekki karlar. Og þetta finnst sumum vera í stakasta lagi, er svona mismunur réttlætanlegur? Finst ykkur þessi rök sem ég nefndi gáfuleg? Er það í lægi að launamismunur mótist að fordómum, gamaldags siðum og tísku? Ó nei, við ættum ekki að þurfa að lita á okkur hárið dökkt til að fá hærri laun, ættum ekki að hafa endalausar áhyggjur af okkar 3 – 10 aukakílóum vegna þess að það gæti kostað okkur ákveðna upphæð á mánuði, við ættum ekki að þurfa að forðast ísland bara vegna þess að upprunalega töluðum við frönsku og síðast en ekki síst konur ættu ekki að fá lægri laun bara vegna þess að þær eru ekki karlmenn, þetta er svona hér á íslandi, nákvæmlega þegar ég er að segja þessi orð.


Í útlöndum eru þessi mál þó mikið verri og oftar en ekki gerist það að ef fólk sem er að rífast yfir þessum launamuni hérlendis einfaldlega sagt að hætta að tuða og þakka frekar fyrir það að búa ekki í öðru landi. En þó það sé verra erlendis er það þá eitthvað sem réttlætir það að það sé slæmt hérlendis? Hei! það eru framin mun fleiri morð erlendis ættum við ekki bara öll að fara útí búð og skjóta næsta mann sem við sjáum og svara svo í yfirheyrslu “hvað er þetta, þetta er miklu verra erlendis” Það væri ekki hægt að réttlæta það og það ætti heldur ekki að vera hægt að réttlæta launamismun hérlendis. Afhverju er ekki bara hægt að koma þessum málum í lag á landinu sem ætti að vera best í öllum heiminum, Íslandi.
__________________________________