Við sem búum í Reykjavíkurborg erum orðlaus yfir gerræði borgarráðs gagnvart íbúum og úrskurði umhverfisráðherra vegna framkvæmd hraðbrautar við Garðhús í Grafarvogi. Eftir því sem kemur fram í fréttum er ekki unnið með nothæf gögn í sambandi við umhverismat, þ.e.a. s. gert er ráð fyrir umferð 25.000 bíla í stað 45.000 bíla sem er nær lagi. Hér er verið að leika sér að því að byggja upp kostnaðarsöm vandamál í stað þess að taka á malum með skynsemi og rökum. Þegar húsin voru byggð þarna var ljóst að vegur yrði lagður við húsin, en aðeins ein akbraut í hvora átt. Nú er verið að þvinga í gegn stofnbraut sem á að grafaá 3 metra niður . Þetta mun kosta það að kaupa verði upp húsin og síðan árlega kostnaðarsamur snjómokstur, sem keyra þarf í burtu. Það verður að teljast í meira lagi undarlegt ef þessar aðgerðir verða ekki stöðvaðar tafarlaust og unnið að bretri lausn. Bent hefur verið á að hægt væri að setja veginn í stokk á þeim stað sem húsin standa út við götuna. Það myndi leysa vandann og væri mun kostnaðarminna þegar upp er staðið.