Já og enn heldur álumræðan áfram…. Endilega leiðréttið mig og segið ykkar skoðun.


1. Við eigum ekki eftir að fara fram úr kvóta okkar í Kyoto bókuninni…. eða hvað?

2. Það er ekkert hægt að gera fyrir þá 6.000 atvinnulausu Íslendinga, nema að planta niður álverum… eða hvað?

3. Það er bara þróun að setja fullt af álverum á Íslandi… eða hvað?



Í fyrsta lagi, þá gátum við ekki verið eins og aðrar þjóðir þegar við kvittuðum undir bókunina, nei við urðum að fá 5% meira en allar aðrar þjóðir. Hver voru rökin fyrir því, jú við höfum mengað svo lítið! Er ekki merkilegra að hafa mengað lítið og þurfa ekki auka kvóta? Nú hvað sem því líður, þá munum við fara lang fram úr kvótanum okkar hvað sem Álgerður segir. Hún er nefninlega búin að fá undirmenn sína til að setja upp óendanlega hallærislega jöfnu. Jú þannig er mál með vexti að 2012 verður farið yfir meðaltal mengunnar ríkjanna á síðustu tíu árum, frá bókuninni. Hvað mun þá koma í ljós, jú að Ísland hefur varla neitt mengað þar sem álverin koma ekki inn í dæmið fyrren tíu árum seinna. Eða sum sé 2022 eða svo. Þá munum við vera svo langt yfir öllum mörkum og munum allse ekki koma vel út. Finnst ykkur þetta allt í lagi?

Í öðru lagi atvinnuleysi á Íslandi er um 2% sem eru um 6.000 íslendingar. (þar af þarf að reikna ungabörn og svona) Ég veit ekki með ykkur en ég held að þeir sem eru ekki að vinna þessa dagana eru annaðhvort alls ekki hæfir til að vinna en myndu vilja það eða þetta er fólk sem nennir bara ekki að vinna. Jú auðvitað eru sumir af þessum einstaklingum út á landi og eru kannski það illa settir að geta ekki flutt eða vilja ekki flytja. Ég skil það vel og ég er alls ekki að leggja til að flytja alla í bæinn. En Það eru til aðrar leiðir og önnur fyrirtæki sem mætti setja upp út á landi í stað álvera. Vitið þið hvað, ef maður fær hugmynd, telur hana góða. Þá getur þú ef staðfestu þú hefur sett þessa hugmynd í framkvæmd. Þetta hefur og er að gerast út um allt. HVernig væri það

Við sjáum það líka að 6000 mans er líklegast ekki nóg til að fylla öll þessi störf sem eigi að myndast. Hvaðan kemur vinnuaflið þá og hvernig bætir það Íslenskt samfélag. Mun það hafa jákvæð eða neiknkvæð áhrif? (hef því miður ekki kynnt mér það, endilega upplýsið mig)