Í þessari grein ætla ég að skrifa um tvennt; dýr, réttindi þeirra og grænmetisætur.

Varðandi dýrin, þá skil ég ekki eitt. Þau eru alltaf dæmd á grundvellinum hvort þau séu falleg. Ef að köttur er drepinn þá verður allt brjálað. Ef að eitthvað ljótt dýr (ég get ekki nefnt dæmi því mér finnst engin dýr ljót) þá segja allir “Æi, þetta var bara eitthvað ljótt kvikindi”. Þetta finnst mér vera mjög grunnhyggið viðhorf, sem ætti alls ekki að að viðgangast í samfélaginu.

Fiskar eru gott dæmi. Það er öllum sama þótt að þeir séu veiddir í net og njót kvalarfulls dauðdaga, og endi síðan á matarborðinu hjá einhverri fjölskyldu þar sem öll börnin á heimilinu sótbölva “vonda” fiskinum. En ef það er kálfakjöt á borðinu, þá finnst öllum það vera svo rangt að “greyið kálfurinn sem var svo sætur” skuli hafa verið drepinn og matreiddur. Til dæmis finnst bróður mínum alveg í lagi að éta einhvern fisk (eins og hann orðar það) en honum finnst það ekki í lagi að borða krúttlega folaldið. Því til sönnunar hafði mamma einu sinni nautakjöt í matinn. Allir borðuðu og, sérstaklega bróðir minn, hrósuðu henni fyrir nautakjötið. Svo eftir matinn sagði mamma öllum að þetta væri folaldakjöt. Þá brjáluðust bróðir minn og systir mín. En ég sat þarna, með salatið mitt, og hló að heimskunni í þeim. Ég sagði við þau:

“Fáum þetta á hreint. Þið getið borðað ”ljóta nautið“, eins og þið kallið það. Svo þegar það kemur í ljós að ”ljóta nautið“ er ”fallegt folald“ þá er þetta ekki ætt lengur. Þvílíkir andskotans hálfvitar getið þið verið.” Þá gátu þau ekki sagt neitt, þau ruku bara burt.


Með grænmetisæturnar, þá finnst mér vera tekið lítið tillit til þeirra. Til dæmis, mötuneytið í skólanum mínum er alltaf með eitthvað kjöt í matinn. Það er svona einu sinni til tvisvar kjöt á mánuði, ef þú ert heppinn. Og þá er ekki mikið lagt upp úr því í gæðum.

Eins og þið eruð eflaust búin að fatta, þá er ég grænmetisæta, og mér finnst oft vera litið niður á mig fyrir það. Það er ein önnur grænmetisæta í skólanum mínum, og hún var það áður en að ég varð það. Mér finnst oft hafa verið litið niður á hana. Til dæmis, með mig, þá hefur oft verið gefið í skyn að ég sé trúleysingi og eitthvað. En ég er ekki trúleysingi, ég er reyndar mjög trúuð manneskja.

Ég trúi því að öll dýr séu falleg og eigi skilið að vera elskuð, og að þau hafi allan rétt og við höfum til þess að lifa.