Sökum þess að fjölmiðlar hafa ítrekað tengt okkur við árásina sem Sveppi varð fyrir aðfaranótt sunnudagsins 8. Janúar kemurhér pistill frá mér og Hallla um hvernig málin standa í dag og afhverju.



Þegar við sáum nafnið Fazmo á forsíðum blaðanna í fyrravor að þá ákváðum ég og Hallli að skrúfa algjörlega fyrir að koma nálægt einhverju sem tengist ofbeldi því báðir vorum við sammála um að þetta væri ekki vegur sem neinn maður ætti að feta. Eftirsjá okkar af þeim atburðum sem áttu sér stað þessa umdeildu nótt hefur aldrei verið leyndarmál þó svo að við höfum ekki mikið tjáð okkur opinberlega um þá atburðarrás. Ég er ekki að reyna að afsaka þátttöku neins í því máli með þessum orðum enda ætti það að vera ljóst að við sjáum mikið eftir okkar hluta.



Eftir að vinahópurinn hafði allur hittst stuttu eftir þessa helgi að þá var ákveðið að stofna síðuna www.fazmo.is og var það einhugur innan hópsins,að við héldum, um að halda sig algjörlega frá slagsmálum og ofbeldi almennt. Það hafði verið svoleiðis í langan tíma að brennandi áhugi minn og Hallla á bloggi og vefsíðugerð almennt orsakaði það að við vorum þeir sem héldu þessari síðu uppi í einu og öllu. Stefnan hafði verið sett á það að hreinsa nafn okkar allra og ákváðum við að nota síðuna til þess að sýna fólki að við erum ekki alslæmir og að við hefðum markmið í lífinu önnur en að stunda ofbeldi af einhverju tagi. Síðan óx og vorum við farnir að finna fyrir meðbyr hjá hinum almenna lesanda en það er annað en óvildin sem var í okkar garð rétt eftir kvöldið örlagaríka. Ég og Hallli höfðum lengi talað um það milli okkar að reyna að nýta þessar vinsældir á síðunni til þess að berjast gegn því sem við brenndum okkur ásjálfir og varð það að veruleika þegar við hófum samstarf við V-dagssamtökin. Við lögðum okkur alla fram í því að koma málefnum þeirra og okkar á framfæri og átakið sem var gegn nauðgunum á konum heppnaðist að flestra ef ekki allra mati,bara glimmrandi vel og vil ég hér með þakka samtökunum fyrir að veita okkur þau forréttindi að starfa með þeim svo ég tali nú ekki um að hafa trú á okkur. Það er eitthvað sem við viljum endilega launa þeim í eins miklum mæli og við getum og erum við hvergi nærri hættir þeirri forvarnarvinnu sem við höfum hug á.



Það var búið að vera óánægja með síðuna www.fazmo.is í frekar langan tíma þegar við keyptum lénið www.tveir.is þó svo að það hafi ekki verið eina ástæðan fyrir þeim breytingum. Tveir hlutir höfðu mest áhrif áþessa ákvörðun okkar:



1. Vaxandi óánægja vissra aðila innan hópsins með það að ég og Hallli færum mikinn á síðunni var farinn að hafa áhrif á samskipti okkar allra. Þegar ég tala um áhrif meina ég að baktal og annað í þeim dúr var farið að gera meira en lítið vart við sig og það er eitthvað sem ég og Hallli gátum ekki sætt okkur við því þó svo að við höfum alveg brennandi áhuga á bloggi og vefsíðugerð að þá var aldrei neitt því til fyrirstöðu að aðrir tækju þátt í þessu af eins miklum mætti og þeir vildu. Það kallast að bera sig eftir björginni en því miður fyrir vinahópinn var ekkert um það og öll umræða snérist upp í neikvætt baktal þar sem bæði ég og Hallli máttum þola níð fyrir okkar framlag til síðunnar. Þetta náði hámarki með vissri athugasemd sem einn aðlili innan hópsins setti inn á síðuna að því sem hann segir: “í nafni margra”. Það er einfalt að fara yfir hvað fólst í þessari athugasemd en það var í raun bara verið að tala um það sem ég nefni hér að ofan eða óánægja með okkar framlag og síðan var afgangur þessarar athugasemdar einungis persónuleg árás á mig frá þessum aðila og kemur ofbeldi ekkert við.



2. Á þessum tímapunkti vorum við í viðræðum við V-dagssamtökin um samstarf og þar sem slíku samstarfi fylgir ábyrgð að þá fórum við yfir stöðuna. Það var deginum ljósara í ljói þess sem var að gerast innan vinahópsins að ég og Hallli vorum í sérstöðu hvað síðuna varðar og metnað til að berjast gegn ofbeldi. Að taka ábyrgð á 20 manna vinahópi sem hefur verið eins áberandi og fazmo er ekki á neina 2 menn leggjandi svo það var í rauninni ekki annað í stöðunni en að stíga burt frá fazmo ef að við vildum virkilega láta til okkar taka í málefnum V-dagssamtakanna. Við gerðum það og eins og áður kemur fram að þá vöktum við mikla og nauðsynlega athygli á þessu máli og eigum við vonandi bara eftir að eflast í baráttunni gegn ofbeldi. Það gerum við líka bara 2 og þess vegna er síðan www.tveir.is veruleiki.



Það var ekki fyrr en seint á sunnudagskvöldið sem ég heyrði fyrst af því að Davíð Smári hafði átt að hafa kýlt einn ástsælasta sjónvarpsmann Íslands, Sveppa. Það kom mér alveg að óvörum enda get ég ekki ímyndað mér að neinn maður hér á landi og víðar vilji leggja hendur áþennan snilling sem Sveppi er að mínu mati. Hallli var í alveg sömu stöðu og ég þegar við heyrðumst seint á sunnudaginn vissum við ekki hvort við ættum að trúa þessum sögum eða ekki, svo ótrúlegt fannst okkur þetta. Núna í dag hefur síðan blákaldur veruleikinn lent á okkur og það versta sem gat gerst, gerðist.Fjölmiðlar þessa lands tengdu okkur við þetta í meiri mæli en við gátum ímyndað okkur þegar við heyrðum af þessu en allt sem við höfum unnið að (og ég fer ístuttu máli yfir hér að ofan) virðist ekki skipta neinu máli.



Okkur þykir það mjög miður að þessi árás hafi átt sér stað og höfum við nú þegar strokað áskorandahornið út en þar voru nokkur video af Davíð Smára framkvæma hina ýmsu hluti. Framtíð þess er óráðin en það er alveg deginum ljósara að Davíð Smári mun aldrei aftur tengjast okkar umsvifum á vefnum að neinu leiti því svona hegðun er óafsakanlega og þá sérstaklega í ljósi atburða síðasta árs.
Viljum við einnig votta Sveppa samúð okkar og hörmum við mjög að hann hafi þurft að upplifa svona árás og óskum við honum skjóts bata.



Eftir að hafa horft á fréttirnar á NFS-fréttastöðinni í kvöld þar sem við vorum ítrekað tengdir árásinni viljum hér með hvetja alla fjölmiðla sem hafa tengt okkur eða vefsíðuna www.tveir.is við þessa árás aðfaranótt 8. Janúar, um að leiðrétta þá misfærslu og reyna frekar að horfa á þá vinnu sem við höfum lagt í það að berjast gegn ofbeldi því það er það sem við stöndum fyrir. Ekki Davíð Smára.



Kveðja, Ingvar Þór og Hallgrímur Andri.
Hallgrimur Andri