Í kringum jólin virðist sama umræðan spretta upp bæði hér og annarsstaðar.
Umræðan um réttmæti þess að fólk sem trúir ekki á guð haldi Jól.
Sjálfur styð ég það alveg að allir geri sér glaðan dag um jólin, burtséð frá trúarskoðunum - enda er þetta myrkur tími hér á norðurhjara veraldar og því tilvalið að lýsa um svartasta skammdegið með ljósum, góðum mat og gjöfum.

Eitt fer þó eilítið í taugarnar á mér - en það eru þeir sem gera lítið úr þessari hátið með þeirri ákaflega leiðinlegu “urban-legend” að jólin séu upphaflega heiðin siður og hafa menn hér á þessum vef t.d. verið ákaflega duglegir við að halda þeirri staðhæfingu á lofti.
Mig langar í eitt skipti fyrir öll að leiðrétta þennan misskilning.

Ætla til þess að byrjá á því að vitna í hann zorglubb hér úr annari umræðu .

“Jólin voru í upphafi heiðin hátíð þar sem fagnað var tilkomu ljóssins,, kristnir kóperuðu þetta svo inn í sína trú til að halda vinsældum…. Jólatréð svokallaða er td heiðinn siður.”

Varð bara að benda á að “jól” kristinna manna eiga ekkert sameiginlegt með kristnu hátíðinni annað en það að vera á svipuðum tíma og bera svipað nafn.

Þegar norrænar þjóðir tóku upp kristni þá hættu þær að halda hið heiðna miðsvetararblót sem þeir kölluðu Jyl (með nokkrum keimlíkum útfærslum milli landa) en færðu nafnið yfir á hina kristnu hátið - enda sérðu þessi afbrigði af orðinu Jyl notuð um þessa hátíð eingöngu hjá norrænum þjóðum.
Hvergi annarsstaðar í hinum kristna heimi

Jólatré er talið að hafi fyrst verið skreytt í Litháen (eða lettlandi, rugla þessu alltaf saman) það er þó ekki sannað - enda tengist það sem slíkt lítið hinni kristnu hátið - þetta er því önnur úthverfa mýta sem á sér enga stoð í raunveruleikanum

Gjafir gefum við hinsvegar til að minnast gjafa vitringanna þriggja, gull, myrru og reykelsi.

Miðsvetrarblótið Jyl var þar að auki þann dag sem dag tekur að lengja á ný, eða 23. desember.

Jóladagur eins og allir vita er hinsvegar þann 25. desember.

Vonandi nær þessi stutti pistill að leiðrétta þennan algenga misskilning í eitt skipti fyrir öll.. þó svo að ég efi það stórlega að “víkingarnir” hér á huga samþykki þetta þegjandi og hljóðalaust.

Með ósk um gleðileg jól

Anon