Forðist þetta og forðist hitt. Eitt er hættulegt og annað líka.

Á endanum þorir fólk varla að fara úr húsi.

Uppbygging hræðslu er mikilvæg til að hafa tök á fólki og eru mörg dæmi um það eins og sögur um Aids sprautunálar í lestum, kafarann sem var soginn inn í þyrlu og varpað á skógareld, hryðjuverkamenn og hvaðan æva.

Reyna að vera ekki með fordóma en mikið hefur bjátað á þessu í Bandaríkjum Norður-Ameríku þar sem allt er svo hættulegt. Eftir flóðin voru til dæmis sögur, ekki bara farandsögur heldur í fréttatímum, um ungmannagengi sem færu um, rænandi og ruplandi, nauðgandi konum og drepandi gamalmenni út um allt.
Úrþvættishópar áttu að hafa þyrpst til borgarinnar til að sletta úr klaufunum.

Nýlega voru þessar sögur dregnar til baka (kannski ekki nógu skýrt eða hátt) og þá átti málið bara að vera gleymt.


Látum ekki hræða okkur. Í raun vitum við ekki neitt um hlutina jafnvel þótt við upplifum þau sjálf. sá heyrnalausi heldur til dæmis alltaf að þeir sem dansa séu eitthvað ruglaðir - jorge bucay

Við vitum oft ekki sannleikan og þurfum að treysta því sem aðrir segja okkur. Ekki hræðast, gagnrýnum upplýsinga
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig