Hættið þessu Árna veseni. Hann er bara óheppinn kallin. Þetta er bara að allir eru búnir að vera bíða eftir einhverju síðan að þetta hommavesen var í gangi. Þeir gera þetta allir. Að minnsta kosti fór þetta í eitthvað uppbyggilegt. Flestir þingmenn nota þetta magn í peninga í áfengi.

Meina… Vitiði hvað ein kvöldstund í nefndarstörfum kostar þjóðina??? Vinur minn var að vinna á hóteli á Hallormsstað þegar að einhver nefnd kom þangað í smá nefndarstörf. Gistu þar, borðuðu og fóru daginn eftir. gistingin, maturinn og áfengið kostaði tæplega milljón. Svo er þetta fólk á launum plús svo ferðakostnaður og svo bætur sem þau fá fyrir að þau þurfi að vera að ferðast vegna nefndarmála osf. osf.. Þessi sólarrhringur þessarar ca. 8 manna nefndar kostaði okkur þjóðina rúmlega eina og hálfa milljón ef ekki meira.

Síðan hliðrar Árni greyjið einhverju smáklinki sem er varla meira en barreikningurinn minn og allt verður brjálað. Og það hefur ekki neinn stjórnmálaflokkur látið heyra í sér útaf þessu. Ekki einu sinni strjórnaraðstaðan. Þeir rétt aðeins tístu til að láta að vita af sér. Af hverju. Jú af því að þeir gera þetta allir. Hugsið ykkur um. Það eru bara fjölmiðlar sem hafa talað um þetta.

Við búum bara við fámennt lýðræði sem býður upp á þetta ásamt svo mörgu öðru eins og mútur. Já múturþægni er ósköp eðlilegur hlutur hjá stjórnmálamönnum, allskonar fulltrúum osf. Og mér finnst það bara eðlilegt.

Sættum okkur bara við að við getum ekkert gert í þessu. Þeir unnu sig upp þangað þannig að þeir eiga það bara skilið að gera það sem þeir gera. Og við gerum bara það sem við gerum og kyssum rétta rassa þangað til að við erum komin á rétta stöðu. Þannig virka bara hlutirnir og munnu alltaf gera það þangað til að við hættum þessu lýðræðiskjaftæði.